S: 562 4250
Rituhólar 17, 111 Reykjavík
81.900.000 Kr.

Einbýlishús Rituhólar 17, hús neðan við götu, óskert útsýni.
Fjárfesting fasteignasala og Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 864-1362 kynna:

Vandað einbýlishús með mikilli lofthæð á tveimur hæðum ásamt bílskúr.
Endahús neðan götu með einstöku útsýni yfir Elliðaárdalinn, Esjuna og til sjávar.
Góðar gönguleiðir og sundlaugar í göngufæri.  Fallegur garður í góðri rækt.
Eignin getur verið laus fljótlega.
 

Lýsing eignar:
Aðkoma að húsinu er góð og eru tvö bílastæði við tvöfaldan bílskúr framan við húsið. 

Við inngang hússins er hellulögð verönd og skjólgóður, sólríkur sólpallur aftan við bílskúrinn. 

Á aðalhæð er rúmgott anddyri, gestasnyrting, stofa og borðstofa, sjónvarpsstofa, herbergi, eldhús og búr.  Mikil lofthæð.
Á neðri hæð er stórt baðherbergi með flísalögðu baði, hjónaherbergi, stórt gestaherbergi (var áður 2 barnaherbergi, auðvelt að breyta aftur),
rúmgott herbergi, stórt þvottaherbergi með miklu skápaplássi, geymsla, anddyri með útgengt út í garð.

Alls er eignin 233,6 fm.bs. sem skiptist í íbúð, efri hæð 97,64 fm, neðri hæð  93,96 fm. og bílskúr 42,0 fm.


Einstaklega vandað og fallegt fjölskylduvænt hús sem fengið hefur gott viðhald síðastliðin ár. Eign sem vert er að skoða!
Bókið skoðun hjá Smára Jónssyni í síma: 864-1362 eða smari@fjarfsting.is

Nánari lýsing: 
Efri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur og gestasnyrting.  Hátt til lofts og bjart.
Sjónvarpsherbergi:  Rúmgott, opið, með gegnheilu parketi.  Mikil lofthæð.
Stofa og borðstofa:  Bjartar, mikil lofthæð, gegnheilt parket.  Útgengt á svalir. Stórfenglegt útsýni.
Herbergi:  Gegnheilt parket, fataskápur.
Eldhús/Borðkrókur:  Fallegt, bjart og rúmgott með viðarinnréttingu og flísum á gólfi.
Búr:  Með borðplötu og hillum.
 
Neðri hæð:
Hringstigi á efri hæð.

Hjónaherbergi: Rúmgott, parket á gólfi, fataskápar.
Gestaherbergi: Stórt (var áður 2 rúmgóð barnaherbergi, auðvelt að breyta aftur). Parket á gólfi, fataskápur.
Svefnherbergi: Rúmgott, Parket á gólfi.
Baðherbergi:  Stór flísalögð baðlaug með sturtu, flísar á gólfi. Rúmgóð innrétting.
Geymsla:  Lítil með hillum.
Forstofa: Lítil, flísalögð, útgengt út í garð.
Parket á gangi neðri hæðar.
 
Bílskúr:  Sérstæður, tvöfaldur bílskúr með stórum gluggum, 2 bílskúrshurðir með fjarstýrðum opnurum auk gönguhurðar.  Geymsla með lofti.
Garður:  Fallegur garður.  Endurnýjuð skjólgirðing og nýr steyptur veggur á lóðarmörkum.
 Arkitekt hússins er Óli H. Þórðarson.
 Eignin hefur fengið gott viðhald:
Júlí 2017:  Viðgert og málað af málara undir svölum og útveggir neðri hæðar.
                  Endurnýjuð skjólgirðing á lóðarmörkum og kringum sólpall. 
                  Einnig nýr  steinveggur á lóðarmörkum.
Júlí 2013:   Þök hreinsuð og máluð af málara.
Okt. 2012:  Vindskeiðar á húsi og bílskúr endurnýjaðar á austur og suðurhliðum. (Áveðurs)
                   Klæðning á aðalhurð endurnýjuð.
Des. 2012:  Baðherbergi endurnýjað.


Nánari upplýsingar og pöntun á skoðun veitir:
Smári Jónssonr, löggiltur fasteignasali í  s. 864-1362 smari@fjarfesting.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 

Tegund:
Einbýli
Stærð:
233 fm
Herbergi:
6
Stofur:
2
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1979
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
65.200.000
Brunabótamat:
69.600.000
Áhvílandi:
0