S: 562 4250
Birkigrund 0, 200 Kópavogur
37.000.000 Kr.

OPIÐ HÚS mánudaginn 26. febrúar 17:00-17:30 - Laus við samning - lyklar á skrifstofu!

Fjárfesting fasteignasala kynnir; rúmgóða og bjarta 3ja herbergja íbúð með sérinngangi við Birkigrund 55 í Kópavogi
. Frábær staðsetning neðst í Fossvogsdalnum.  Íbúðin er á jarðhæð lítið niðurgrafin í tveggja íbúða húsi í rólegum botnlanga neðst í Fossvogsdalnum, Kópavogsmegin.  Húsið er hannað af Bjarna Marteinssyni arkitekt.  Fallegur sérgarður upphitað bílastæði. 
Nánari upplýsingar veitir Bjarni T. Jónsson lögg. fasteignasali í síma 895 9120 eða bjarni@fjarfesting.is

Íbúðin er skráð 85,6 fm að stærð, þriggja herbergja með sérinngangi, lítið niðurgrafin. Anddyri með flísum. Við tekur gangur og á hægri hönd er rúmgott hjónaherbergi með skápum og dúk á gólfi.  Síðan flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu. Næst er þvottahús með ágætri geymslu. Við endann á ganginum er rúmgóð samliggjandi stofa og eldhús með eyju og góðu skápaplássi. Inn af stofu er barnaherbergi með fataskáp. Nýlegt harðparket er á barnaherbergi, stofu, eldhúsi og gangi. Sér sólríkur garður og hellulögð verönd, upphitað bílastæði og stétt með frostþolnu forhitakerfi sem nýtir affall af húsakyndingu. Sérgarður sem er vel gróinn með margskonar berjarunnum, m.a. hindber og stikkilsber.
Húsið hefur fengið mjög gott viðhald og endurnýjun að utan og meðal annars búið að klæða gafla hússins með múreinangrun. Búið að endurnýja allt gler í íbúðinni og setja PVC plastlista í föst fög. Húsið var málað að utan árið 2016 auk þess sem skipt var um þakjárn, pappa, þakrennur og niðurföll.  Nýlegur þakkantur úr brasilísku tékk harðviði (Red Cumaru) er á húsinu sem gefur því mikinn svip. Nýbúið að yfirfara allt frárennsli frá húsinu og fóðra lagnir út í götu. Ljósleiðari er í íbúð.
Eignin er mjög vel staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu en um leið á mjög rólegum og afar veðursælum stað í náttúruperlu Fossvogsdalsins. Stutt er í verslanir, apótek, veitingarstaði og aðra þjónustu. Skóli og leikskóli eru í göngufjarlægð.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni T. Jónsson lögg. fasteignasali í síma 895 9120 eða bjarni@fjarfesting.is
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
85 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1976
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
36.800.000
Brunabótamat:
25.100.000
Áhvílandi:
0