S: 562 4250
Sólheimar 25, 104 Reykjavík
38.500.000 Kr.

Fasteignasalan Fjárfesting og Auður Kristinsdóttir, lgfs, kynna 3ja herbergja 87,5 fm íbúð á 2 hæð í lyftuhúsi að Sólheimum 25. Eignin getur verið laus við kaupsamning. 
Íbúðin er björt og öll parketlögð utan við baðherbergi og eldhús.

Komið er inn í hol með góðum fataskápum.
Inn af holi er hjónaherbergi með stórum fataskáp. Svalir út af herberginu.
Þar við hlið er minna svefnherbergi með fataskáp.
Úr holi er gengið í eldhús með upphaflegri innréttingu og korki á gólfi. Opið milli skápa yfir í stofuna.
Stofa og borðstofa eru með stórum gluggum og þaðan útgengi út á rúmgóðar svalir, sem liggja meðfram allri stofunni.
Baðherbergi er með baðkari, klósetti, glugga og nettri innréttingu undir handlaug. Flísalagt nánast upp í loft með hvítum flísum.

Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi með vélum og strauvél er á efstu hæð (12) með glæsilegu útsýni yfir borgina. Þar er einnig klósett í sameign.
Geymsla er bæði á sömu hæð (2,5 fm) og í kjallara (2,4 fm).
Í kjallara er ca 80 fm hjóla- & vagnageymsla, ásamt vinnuherbergi í sameign. Fundarherbergi húsfélags er einnig í sameign í kjallara.
Tvær lyftur eru í húsinu.
Búið er að samþykkja að setja hleðslustöð fyrir rafbíla á bílastæði.

Samkvæmt upplýsingum frá hússtjórn hefur eftirfarandi verið framkvæmt á síðastliðnum árum:
2017: Fóðrun og viðgerð á fráveitulögnum í grunni hússins og að lóðamörkum. Endurnýjun á vélbúnaði og drifi á minni lyftunni. Uppsetning öryggismyndavéla í sameign hússins og við bílastæði.
2016: Lokaáfangi utanhúsviðgerðar og málunar (norðurhlið).
2015: Múr- og steypuviðgerðir ásamt málun (vesturhlið). Þéttiefni dælt undir alla stofuglugga.
2014: Múr- og steypuviðgerðir ásamt málun (suðurhlið). Endurnýjun hurða í sameign.
2013: Múr- og steypuviðgerðir ásamt málun (austurhlið). Endurnýjun þakefna ofl á suðurálmu.
2012: Þvottavélar í þvottahúsi endurnýjaðar.
2011: Endurnýjun glugga ofl á austurálmu.
2010: Endurnýjun glugga ofl á suðurálmu.
2009: Endurnýjun þaks á vesturálmu.
2008: Endurnýjun þaks á austurálmu. Hurðir að íbúðum endurnýjaðar.
2007: Rafkerfi í sameign hússins endurnýjað í heild sinni: kaplar, höfuðtafla og töflur á öllum hæðum. Endurnýjun stýri- & vélbúnaðar vörulyftu, nýtt gólfefni í lyftum.

Frekari upplýsingar gefur Auður Kristinsdóttir, lgfs, audur@fjarfesting.is, gsm: 824-7772 og Ólafur Tryggvason, olafur@fjarfesting.is, gsm: 666 8 777

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
87 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1962
Lyfta:
Fasteignamat:
35.100.000
Brunabótamat:
26.000.000
Áhvílandi:
0