S: 562 4250
Granaskjól 13, 107 Reykjavík
83.900.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala og Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 864-1362 kynna:
Granaskjól 13, 107 Reykjavík.
Hæð í  vesturbæ Reykjavíkur, hæðin 136,6 fm, bílskúr 39,6 fm. samtals 176,2 fm.  

 

Glæsilegt og mjög vel viðhaldið bárujárnsklætt timburhús á steinsteyptum kjallara.

Hæð ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað. Stakstæður bílskúr byggður 1995. Húsið skiptist með eftirfarandi hætti:

Íbúð á hæð ásamt hluta af kjallara: Á Hæðinni eru tvær samliggjandi stofur, þar af ein borðstofa, útgengt á verönd og þaðan út í garð. Eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, hol og forstofa.
Gólf hæðarinnar er steinsteypt.

Í kjallara er rúmgott svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi með sturtu.

Óupphitað risloft er yfir öllu húsinu sem er í dag notað sem geymslurými.

Húsinu hefur verið vel við haldið. Húsið málað og skipt um járn á þaki. Fráveitulagnir, retúrlögn ofna og neysluvatnslögn hefur verið endurnýjuð. Jarðvegsskipti í hluta lóðar.

Sunnan við húsið hefur verið útbúin verönd. Innan íbúðar er búið að endurnýja eldhús, snyrtingu, gólfefni, rafmagn o.fl.

 

Húsinu fylgir lokaúttektarskýrsla frá 18. desember 2012, teikningar og ítarleg viðhaldssaga.


Nánari uppýsingar og pöntun á skoðun hjá Smára Jónssyni, löggiltum fasteignasala,  smari@fjarfesting.is 864-1362.
 

Nánari lýsing:

Komið er inn í flísalagða forstofu, hiti í gólfi og sérsmíðaður  fataskápur. Þaðan er gengið inn í parketlagt hol sem tengir íbúðarrýmin saman. Eldhús er með nýlegri innréttingu og tækjum. Borðkrókur er í eldhúsinu við glugga. Parket   og  flísar eru á gólfum. Stofurnar eru tvær og eru þær samliggjandi  með niðurlímdu massívu beykiparketi. Úr borðstofu er gengið út á verönd og þaðan í velræktaðan garð.

Svefnherbergin eru tvö á efri hæð. Á gólfum er parket. Í hjónaherbergi er gott skápapláss. Baðherbergið er með glugga og hefur verið standsett á fallegan og vandaðan hátt, flísalagt.
Í kjallara er góð geymsla og flísalagt þvottahús. Snyrting með vatnssalerni og sturtu og rúmgott svefnherbergi.

Stakstæður bílskúr sem er 39,6 fermetrar tilheyrir íbúðinni. Hann er með rafmagni, hita og rafmagnshurðaopnara.
Um skoðunarskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Tegund:
Hæð
Stærð:
176 fm
Herbergi:
5
Stofur:
2
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1948
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
64.200.000
Brunabótamat:
47.710.000
Áhvílandi:
0