S: 562 4250
Hlíðarás 35, 221 Hafnarfjörður
87.900.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU GOTT EINBÝLISHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM Á FALLEGUM ÚTSÝNISSTAÐ Í HAFNARFIRÐI
Vel skipulagt einbýlishús með 4 til 5 svefnherbergjum, ásamt innbyggðum bílskúr.
Mikið og stórglæsilegt útsýni er úr borðstofu og stofu í húsinu.

Nánari upplýsingar veita Guðjón í síma 846-1511 (gudjon@fjarfesting.is) og  Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is)

Nánari lýsing: 
Neðri hæð:  Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi og fataskáp.
Gengið inn í rúmgóðan innbyggðan bílskúr ásamt geymslu. (geymslan hefur ekki verið stúkuð af)
Sjónvarpshol með parketi á gólfi. Þaðan er gengið út í garð með hellulagðri verönd. (möguleiki á að breyta sjónvarpsholi í 5. svefnherbergið)
Tvö góð barnaherbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Stórt hjónaherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með stórri sturtu og innréttingu. Gluggi er á baðherbergi. (möguleiki á að setja upp baðker)
Þvottahús með hillum. Gluggi er á þvottahúsi.
Efri hæð: Steyptur stigi á milli hæða með kókosteppi.
Mjög stórt og gott eldhús með fallegri innréttingu og flísum á gólfi.
Samliggjandi borðstofa með flísum á gólfi er við eldhús. Aukin lofthæð er í borðstofunni.
Stofa með parketi á gólfi.  Aukin lofthæð er í stofu. Gengið út á ca. 40 fm. sólríkar suðurþaksvalir út frá stofu.
Herbergi með parketi á gólfi og góðu skápaplássi, er notað í dag sem hjónaherbergi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtu, innréttingu og glugga.

Góður garður er í kringum húsið.  
Fyrir framan húsið er steypt bílaplan með hita í stéttinni.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð. 

Tegund:
Einbýli
Stærð:
244 fm
Herbergi:
6
Stofur:
2
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2008
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
65.200.000
Brunabótamat:
71.850.000
Áhvílandi:
0