S: 562 4250
Unnarbraut 2, 170 Seltjarnarnes
89.800.000 Kr.

EIGNIN er SELD og Opið hús sem vera átti miðvikud. 18. apríl kl. fellur því niður.

Fjárfesting fasteignasla s: 562 4250 kynnir einstaklega fallega neðri sérhæð með stórum svölum til suðvesturs og suðausturs ásamt 30 m2 bílskúr á frábærum útsýnisstað við opið svæði á Seltjarnarnesi. Gólfsíðir gluggar að hluta og vandaðar innréttingar eru í öllu húsinu.  Eignin hefur verið vel viðhaldið og mikið endurnýjuð meðal annars allar vatns og frárennslislagnir.  Eignin er á 924 fermetra fullfrágenginni eignarlóð sem vísar til suðausturs og suðvesturs.  Rúmgóðar steyptar svalir með glerskjólveggjum. Hellulögð innkeyrsla og stéttir fyrir framan húsið með hitalögnun. Hönnuður hússins er Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt.  
Nánari upplýsingar veitir Bjarni T Jónsson lgfs. & viðsk.fr. s. 895 9120 eða bjarni@fjarfesting.is

Lýsing eignar:            
Forstofa: flísalögð með fataskáp og glugga og rennihurð við þvottahús.
Hol/Borðstofa: úr forstofu er komið inn í rúmgott hol og þaðan á hægri hönd er borðstofan sem er rúmgóð og með stórum suðvestur glugga með sjávarútsýn.
Stofa: Stofan er rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum, og innfelldri og óbeinni lýsingu í loftum. Arin er í stofunni og rennihurð sem opnast út á svalirnar til suðvesturs.
Eldhús: opið við borðstofu og með fallegum hvítum innréttingum með eikar og granítborðplötum. Helluborð með háfi og ísskápur og frystir í innréttingu.
Þvottaherbergi/Búr: innaf eldhúsi er flísalagt og með stórum glugga og góðum innréttingum og hvítlökkuðum skápum.
Gestasnyrting: flísalagt gólf, vegghengt klósett og vaskborð.
Gangur: parketlagður með vinnuaðstöðu, skápum og skápaplássi.
Herbergi I:  parketlagt og með glugga
Herbergi II: parketlagt með skápum og glugga. 
Baðherbergi: endurnýjað með flísum á gólfi og veggjum, stór sturta með öryggisgleri og handklæðaofni. Vegghengt salerni. Stór gluggi með opnanlegu fagi.
Hjónaherbergi: rúmgott, parketlagt með fataskápum á heilum vegg og útgengi út á svalirnar.
 
Bílskúr:  Góðar hillur í bílskúr, rennandi heitt og kalt vatn og hiti 2,5 metra háar innkeyrsludyr með sjálfvirkum opnara.
Húsið að utan: er fullfrágengið og virðist vera í góðu ástandi eftir miklar endurbætur. Lýsing er undir skyggni við anddyri hússins. 

Lóðin: er fullfrágengin með tyrfðri flöt til suðausturs og suðvestur auk hellulagðrar innkeyrslu og stéttar með hitalögnum undir.  Stigi er af svölum niður í lóð.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, golfvöll og íþróttaaðstöðu á Seltjarnarnesi. 
Hér er um að ræða einstaka eign á frábærum stað sem hefur verið vel við haldið og mikið endurbætt þar á meðal neysluvatns og frárennslislagnir.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni T. Jónsson lögg. fast.sali í síma 895-9120 eða bjarni@fjarfesting.is  

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2.  Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð.

Tegund:
Hæð
Stærð:
182 fm
Herbergi:
5
Stofur:
2
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1964
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
61.650.000
Brunabótamat:
45.430.000
Áhvílandi:
0