S: 562 4250
Rauðagerði 41, 108 Reykjavík
93.000.000 Kr.

OPIÐ HÚS FIMMTUDAGINN 24. MAÍ FRÁ KL. 17:00 TIL 17:30 AÐ RAUÐAGERÐI 41
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU MJÖG FALLEGT EINBÝLISHÚS Á ÞESSUM GÓÐA STAÐ.

Glæsilegt einbýlishús á þremur pöllum með tvöföldum bílskúr auk ca 10 fm garðstofu á góðum stað í Rauðagerðinu.

ATH. EKKI VERÐUR UNNT AÐ SÝNA EIGNINA FYRIR OPIÐ HÚS OG ÞVÍ VERÐUR ENGUM TILBOÐUM SVARAÐ FYRR EN SÓLARHRING EFTIR AÐ OPNU HÚSI LÝKUR.

Allar frekari upplýsingar veitir Óskar í síma 822-8750, oskar@fjarfesting.is.

Nánari lýsing:
Aðalhæð:
Nýlegt opið eldhús frá Stíganda á Blönduósi, með granítborðplötum, Mielé spanhelluborði og bakarofni.
Stofa og borðstofa eru í einu rými og arinn í miðju rýminu. Útgengt er úr stofu út á verönd  sem liggur meðfram hlið hússins.
Einnig er á aðalhæðinni hol/alrými og garðskáli með verönd. Mjög hátt er til lofts er á aðalhæðinni.  Gegnheilt Jatoba breiðstafaparket er á allri hæðinni.
Efri pallur: Af svefnherbergisgangi sést yfir nánast alla aðalhæðina og innst í honum er sjónvarps/vinnu rými.
Inn af gangi er aðalbaðherbergi sem er með ljósum flísum og innréttingu.
Stórt vinnuherbergi hefur verið gert úr tveimur barnaherbergjum, það er með parketi á gólfi.
Stórt hjónaherbergi með nýlegum fataskápum, parketi og útgengi út á svalir.
Neðsti pallur:  Gott barnaherberg með parketi.
Þvottaherbergi með flísum á gólfi og veggjum, stórri sturtu og innréttingu. Snyrting og 50 fm bílskúr.
Geymsla.
Fallega ræktuð lóð með verönd og útgeymslum fyrir útihúsgögn, grill og þess háttar.

Húsið er hannað af Helga Hjálmarssyni og er allt innanhúss sérsmíðað á vandaðasta máta.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.  2.  Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar  4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð.

Tegund:
Einbýli
Stærð:
262 fm
Herbergi:
6
Stofur:
2
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
0
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1981
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
89.600.000
Brunabótamat:
75.750.000
Áhvílandi:
0