S: 562 4250
Stampar 15, 276 Kjós
28.900.000 Kr.

Fjárfesting & Auður Kristinsdóttir lgfs kynna: sumarbústað í Kjós, aðeins hálftíma akstur frá Reykjavík. Hægt að vera með bát. Nýlegur lóðarleigusamningur til 99 ára. Hitaveita og ljósleiðari er komið upp að húsi. Glæsilegt útsýni.

Nánari lýsing:
Um er að ræða heilsárshús á steyptum grunni með stórum palli og heitum potti. Svefnloft er yfir hluta hússins.
Neðri hæð:
Forstofa: er flísalögð.
Stofa: er flísalögð og er með stórum gluggum í átt að Hvalfirði. Útgengi á sólpall.
Eldhús: er í sama rými og stofan.
Herbergin: eru tvö. Flísar á gólfi.
Bað: með flísum á gólfi, upphengdu klósetti og baðkari.
Þvottahús: tengt fyrir þvottavél og þurrkara.
Köld geymsla: er ekki talin með í fermetrafjölda.
Efri hæð:
Svefnloft: með glugga. Gólfflötur ca 25 fm er óskráður í birtri stærð hússins.

Rúmgóðir og afgirtir pallar eru við húsið á þrjá vegu. Heitur pottur 6 manna. Búið að planta 250 trjám í landið. Stórar aspir eru öðrum megin við húsið. 200 lítra hitatúpa og stór rotþró. Hitaveita og ljósleiðari komið upp að húsi - kaupandi mun sjá um að greiða fyrir inntöku.
Mögulegt að kaupa innbú með. Húsið hefur verið vinsælt í útleigu og skilað nokkrum tekjum þannig.
Áhvílandi 13 m yfirtakanleg lán.

Í skipulags- og byggingaskilmálum Kjósahrepps fyrir svæðið kemur fram:
Hámarksstærð frístundahúsa er 160 fm að meðtöldu fylgihúsi. Hámarksstærð fylgihúsa er 30 fm.

Nánari upplýsingar veitir Auður í gsm 824-7772 eða audur@fjarfesting.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari   upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð

Tegund:
Sumarhús
Stærð:
72 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2004
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
13.300.000
Brunabótamat:
0
Áhvílandi:
12.000.000