S: 562 4250
Lundur 58, 200 Kópavogur
103.000.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGT NÝLEGT RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM MEР BÍLSKÚR VIÐ LUND 58 Í KÓPAVOGI.
Sérlega fallegt og vel skipulagt raðhús á tveimur hæðum á þessum fallega og góða stað.  Húsið er byggt árið 2013 af BYGG. 
Fallegar sérsmíðaðar innréttingar.  Gereftalausar hurðar, fallegar flísar á 1. hæð og ljóst parket á efri hæð. 
Lofthæð á báðum hæðum er 270 cm.  Innfelld lýsing á báðum hæðum.  Gólfhiti í öllu húsinu. 
Sérlega góð staðsetning neðst í dalnum.  Fallegt og skjólsælt.  
Húsið sjálft er 206,8 fm.  bílskúr 28,9 fm. samtals 235,7 fm
Möguleiki á að hafa 5 svefnherbergi í húsinu.
Nánari upplýsingar veita Guðjón í síma 846-1511 (gudjon@fjarfesting.is). eða Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is) 
Nánari lýsing: 
Neðri hæð:
Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi og fataskáp.
Stórt og gott eldhús með sérsmíðaðri hvítri og grárri innréttingu, flísum á gólf og borðkrók.
Stór og björt stofa og góð borðstofa með flísum (möguleiki á að breyta borðstofu í sjónvarpstofu eða herbergi). 
Gengið út á góða suðurverönd með skjólveggjum. 
Gestasnyrting með möguleika á að setja upp sturtu.
Geymsla með hillum.  Steyptur stigi á milli hæða með fallegu glerhandriði.
Efri hæð:
Hol með parketi á gólfi.
Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi og stóru fataherbergi.
Tvö stór svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, stórri sturtu og innréttingu.  (möguleiki á að bæta við baðkeri)
Stórt sjónvarpshol með parketi og útgengi út á stórar suðursvalir.  (Einnig hægt að nýta rýmið sem herbergi)

Góður bílskúr sem er 28,9 fm..
Húsið er staðsett neðst í götu og upp við Fossvogsdalinn, fallegt og rólegt umhverfi. 

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4.  Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölunnar.

Tegund:
Raðhús
Stærð:
235 fm
Herbergi:
6
Stofur:
3
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2013
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
80.600.000
Brunabótamat:
67.540.000
Áhvílandi:
0