S: 562 4250
Þernunes 1, 210 Garðabær
160.000.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU STÓRGLÆSILEGT ENDURNÝJAÐ EINBÝLISHÚS MEÐ AUKAÍBÚÐ OG SJÁVARÚTSÝNI Í ARNARNESINU.
Stórglæsilegt og endurnýjað einbýlishús, 391,6 fm., á þremur pöllum við Þernunes 1 í Arnarnesinu í Garðabæ.  Góð 2ja herbergja aukaíbúð.
Húsið stendur innst í botnlanga með óhindruðu útsýni til sjávar.  Autt svæði er á milli hússins og sjávar.
Húsið var allt endurnýjað á stórglæsilegan hátt fyrir ca. 5 árum síðan; glæsileg gólfefni, innréttingar og fataskápar.  Varmaskiptir er í húsinu.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Þór í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is).

Nánari lýsing;
Neðri hæð:
Komið er inn í anddyri með stórum fataskáp úr eik og flísum á gólfi.
Gestasnyrting innaf anddyri með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu og upphengdu salerni.
Innangengt í bílskúr frá anddyri.
Stórt eldhús með eikarinnréttingu, vönduðum tækjum (spanhelluborði, gufuofni, kaffivél, bakarofni og gufugleypi), borðplötum úr marmara, flísum á gólfi, hita í gólfi.  Útgengi út á verönd úr eldhúsi.
Þvottahús með flísum á gólfi og innréttingu.
Borðstofa með aukinni lofthæð, parketi á gólfi og útgengi út á verönd.
Stór stofa með parketi á gólfi, arni, aukinni lofthæð og útgengi á verönd.
Sjónvarpsrými (einnig hægt að nýta sem herbergi út frá stofu) þaðan er innangengt í aukaíbúð.
Hol með parketi á gólfi.  Gengið upp á efri hæð frá holi.
Efri hæð:
Hol  með parketi.
Stór hjónasvíta með parketi á gólfi, stórum fataskáp, fataherbergi og stóru sérbaðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkeri og flísulögðum sturtubotn með glerklefa  
Tvö mjög rúmgóð barnaherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu og flísulögðum sturtubotn.
Opið rými með útgengi út á svalir sem snúa til sjávar (einnig hægt að nýta sem svefnherbergi)
Aukaíbúð:
Gengið inn í aukaíbúð á austurhlið hússins, en ný útidyrahurð er á aukaíbúðinni.
Anddyri með flísum á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu og flísulögðum sturtubotn með glerþili.
Hol og eldhús með hvítri innréttingu og parketi á gólfi.
Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á verönd.
Svefnherbergi með parketi á gólfi, fataskáp og snyrtiborði.

Tvöfaldur bílskúr er 42 fm. með flísum á gólfi og nýjum bílskúrshurðum.

Fallegur ræktaður garður er í kringum húsið.  Stórar suðurverandir.  Steypt bílaplan.  

Rafmagn í húsinu, öll ljós, rafmagnstenglar og tenglar er nýyfirfarið.  Húsið er allt nýmálað að utan og innan.  Dren var nýlega myndað og lagfært.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölunnar.

Tegund:
Einbýli
Stærð:
391 fm
Herbergi:
8
Stofur:
3
Svefnherbergi:
5
Baðherbergi:
3
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1981
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
133.050.000
Brunabótamat:
119.600.000
Áhvílandi:
0