S: 562 4250
Skjólbraut 13a, 200 Kópavogur
120.000.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala s. 562 4250 kynnir : Glæsilegt 337,3  fm parhús í Kópavogi með innbyggðum bílskúr. Einstaklega flott útsýni, suður garður, mikil lofthæð. Húsið er á tveimur hæðum, komið inn á efri hæðina beint frá bílastæði.

Samkvæmt þjóðskrá Íslands er húsið skráð 337,3 fm, þar af innbyggður bílskúr 32,2 fm. Húsið er skráð á byggingarstigi 6 fullgerð bygging án lóðafrágangs.

Nánari lýsing: Efri hæð : Komið er inn í flísalagt anddyri og þaðan sem innangengt er í bílskúr.
Tvö stór svefnherbergi með lofthæð 2,8 m. Rúmgott flísalagt baðherbergi með „walk in“ sturtuklefa. Samliggjandi stofa og eldhús(60 fm) með 3.5 m lofthæð og glæsilegu útsýni um mjög stóra glugga til suðurs og útgengi á suðursvalir. Opið eldhús með góðri eyju með 5 brennara gashelluborði. Gestasnyrting út frá eldhúsi og þar við hliðina er nett þvottahús.
Gert er ráð fyrir frístandandi arni milli eldhúss og stofu.
Á gólfum efri hæðar er glæsilegt olíuborið plankaparket úr eik frá Birgisson. Efri hæð er stýrt með hússtjórnarkerfi frá Fibaro. Rafmagnsgardínur í öllum suðurgluggum efri hæðar.
Sérsmíðaðar hurðir, extra háar.
Gólfhiti í öllum gólfum nema í bílskúr.
Neðri hæð : Gengið niður með húsinu að austan og gengið inn um sérinngang.
Komið er  inn í forstofu og þaðan er gengið beint inn í stofu/eldhús með útgengi í góðan suðurgarð með sólpalli og grasi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi, annað með fataherbergi inn af.
Rúmgott flísalagt baðherbergi með hornbaðkari, en lögnum fyrir bæði sturtu og baðkar.
Þvottahús á hæðinni.
Parket er á gólfum neðri hæðar, nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar eru flísar.
Gólfhiti í öllum gólfum.
Á neðri hæð er einnig 10 fm útigeymsla
Bílskúr er rúmgóður og undir honum er rúmgott herbergi sem hefur verið notað sem bíóherbergi.
 
Í dag er lokað milli hæða og húsið notað sem tvær rúmgóðar íbúðir. Húsið er teiknað sem einbýli og það er mjög auðvelt að opna á milli hæða og nýta það sem eina eign. Sjá meðfylgjandi teikningar af húsinu eins og það er í dag og hvernig það er hannað/teiknað. Mjög auðvelt er að breyta skipulagi neðri hæðar, fjölga svefnherbergjum eða bæta við baðherbergi. 
Í dag eru báðar hæðir í útleigu, góðar leigutekjur.
 Einstakt tækifæri til að eignast nýtt funkíshús í grónu hverfi með frábæru útsýni í Kópavogi.
Allar nánari upplýsingar um húsið veitir Guðmundur H Valtýsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali s. 865 3022 eða gudmundur@fjarfesting.is
 

Tegund:
Parhús
Stærð:
337 fm
Herbergi:
6
Stofur:
2
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2008
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
101.250.000
Brunabótamat:
99.010.000
Áhvílandi:
0