S: 562 4250
Álftamýri 14, 108 Reykjavík
39.700.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala s. 562 4250 kynnir við Álftamýri : Björt 3ja herbergja 82,8 fm  endaíbúð á 4. hæð á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík.
 
Nánari lýsing: Komið er inn í hol með fataskáp og parketi á gólfi. Eldhús er með hvítri innréttingu, korkflísar á gólfi og flísum á milli skápa, borðkrókur. Björt stofa er með glugga í tvær áttir, parket á gólfi og útgengi út á suðursvalir. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi. Barnaherbergi er með parketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf, innrétting við vask, baðkar með surtu, gluggi á baði.
Rúmgott þvottahús í kjallara með þvottavélum og þurkara í eigu húsfélags ásamt góðri þurrkaðstöðu.
Í snyrtilegri sameign er 5,5 fm sérgeymsla, hjóla- og vagnageymsla í sameign.

Að sögn eiganda : var húsið  málað og viðgert að utan 2011. Skipt var um þak hússins og rennur 2007. Skipt var um teppi á sameign 2008. Í íbúðinni er gler að hluta nýlegt,  einnig var skipt um svalahurð, rafmagnstöflu og tengla og þá var látin í ný eldvarnarhurð.
Að auki var skipt um allar lagnir í kjallaranum árið 2013 auk þess sem skipt var um útihurð í sameign fyrir stuttu, að sögn eiganda.

 
 Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur H Valtýsson viðskiptafr. og löggiltur fasteignasali s. 865 3022 eða gudmundur@fjarfesting.is

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölunnar.
 
 
 

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
82 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1962
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
35.250.000
Brunabótamat:
21.850.000
Áhvílandi:
0