S: 562 4250
Urðarstígur 9, 101 Reykjavík
48.900.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU SNYRTILEGA 4RA HERBERGJA NEÐRI SÉRHÆÐ Í TVÍBÝLI MEÐ BÍLSKÚR OG SÉRINNGANGI.


Um er að ræða snyrtilega 4ra herbergja íbúð með sérinngangi og bílskúr á horninu á Urðarstíg og Bragagötu.
Eignin er 115,1 fm. og þar af er bílskúr 21,5 fm. 
Þrír inngangar og því auðvelt að skipta hæðinni upp í minni einingar.
Einkabílastæði fyrir framan bílskúr.

Upplýsingar gefur Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is), Edda í síma 845-0425 (edda@fjarfesting.is)

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi.
Svefnrými með parketi á gólfi (hægt að stúka af sem herbergi).
Svefnherbergi með parketi á gólfi
Innaf svefnherberginu er baðherbergi með dúk á gólfi, flísum á veggjum og baðkeri.
Stofa með parketi á gólfi.
Eldhús með snyrtilegri eldri innréttingu, sem er nýmáluð, og bakinngang.
Innri stofa með parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum og sturtu.
Þvottahús.
Innaf þvottahúsi er gengið inn í bílskúr sem var byggður árið 1985, þar er heitt vatn og rafmagn.

Þakjárn var endurnýjað og málað árið 2014.  Gluggar voru málaðir árið 2015.

Frábær staðsetning í Þinholtunum.  Þrír leikskólar í göngufæri. Stutt í Háskóla Íslands, Hljómskálagarðinn og miðbæinn.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
115 fm
Herbergi:
4
Stofur:
2
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
0
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1921
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
55.950.000
Brunabótamat:
33.000.000
Áhvílandi:
0