S: 562 4250
Vaðlabyggð 1, 601 Akureyri
Tilboð

Fjárfesting fasteignasala kynnir til sölu:

Glæsilegt 413 fm einbýlishús við Vaðlabyggð gengt Akureyri á 2600 fm eignalóð. Stórbrotið útsýni er frá húsinu.
Eignaskipti möguleg.


Þetta er hús fyrir vandláta sem vilja afbragðs gott hús með stórbrotnu útsýni og náttúrufegurð.

Eignin skiptist í 245 fm einbýlishús, 53 fm innbyggðan bílskúr og 115 fm baðhús sem búið er að útbúa sem sér íbúð.
Mjög stórt malbikað og steypt bílaplan með hita við húsið, steypt stór verönd umhverfis húsið. Falleg grjóthleðsla er við húsið sem er með fallegum ljósum og vönduðum steini, gluggum og hurðum.
Lýsing: Húsið er vandað að innan með fallegri lýsingu og góðu skipulagi. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi með fataskápum, tvö flísalögð baðherbergi, mjög stór stofa með rafmagnsstýrðri lýsingu og útgengi út á veglega steypta verönd, borðstofa og rúmgott opið eldhús. Forstofa er rúmgóð með fataskápum. Þvottaherbergi er með sérútgangi og innangengt er í stóran flísalagðan bílskúr. Hjónaherbergið er stórt með fataherbergi innaf. Baðherbergin tvö eru flísalögð í hólf og gólf með útgengi út á verönd. Falleg baðtæki og falleg lýsing. Á neðri hæð er íbúð (áður baðhús)  með sérinngangi og sér heimkeyrslu. 
Gólfefni: Flísar og parket.
Gólfhiti er í húsinu. Allar innréttingar eru úr eik.
Húsgögn og tæki geta fylgt með húsinu.  

Allar nánari upplýsingar veitir Hörður Sverrisson, lgf í s 899-5209, hordur@fjarfesting.is og Óskar Þór Hilmarsson, lgf í s 562-4250.

Tegund:
Einbýli
Stærð:
412 fm
Herbergi:
7
Stofur:
2
Svefnherbergi:
5
Baðherbergi:
3
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2007
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
86.800.000
Brunabótamat:
96.200.000
Áhvílandi:
0