S: 562 4250
Borgartún 6, 101 Reykjavík
Tilboð

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGAN VEISLUSAL Á JARÐHÆÐ VIÐ BORGARTÚN 6 Í REYKJAVÍK.
Veitingasalur með fullkomnu veislueldhúsi á jarðhæð (gengið niður nokkrar tröppur) við Borgartún 6 í Reykjavík. 
Skipulag; Stór og bjartur veitingasalur fyrir ca. 180 manns í sitjandi borðhald og ca. 300 manns í standandi.  Einnig er bar, þrjú salerni og fatahengi.  Fullkomið veislueldhús með tveimur innbyggðum steinofnum, þvottalínu, lager svo og stórum inngengnum kæliklefa.
Tveir inngangar eru inn í salinn, aðalinngangur í gegnum sameign og nýbúið að lagfæra hliðarinngang.
Upplýsingar gefa Óskar  í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is) eða Guðjón í síma 846-1511 (gudjon@fjarfesting.is).

Nánari lýsing;
Veitingasalur með niðurlímdu eikarparketi á gólfi, innfelldri lýsingu, hátalarakerfi og loftræstikerfi.  Flísalagt fatahengi.  Salernin eru flísalögð, gólf og veggir.  Bar með parketi á gólfi.  Eldhús með flísum á gólfi og veggjum, loftræstikerfi, fullkomin eldunartæki, kerfislofti og þvottalínu.  Kælir innaf eldhúsi.
Nýbúið að klára lagfæringu á húsinu að utan; múrviðgerð og málun, gluggar málaðir og lagfærðir og þak lagfært.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölunnar.

Tegund:
Atvinnuhúsnæði
Stærð:
369 fm
Herbergi:
0
Stofur:
0
Svefnherbergi:
0
Baðherbergi:
0
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1947
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
77.400.000
Brunabótamat:
89.000.000
Áhvílandi:
0