S: 562 4250
Naustavör 4, 200 Kópavogur
69.500.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala s. 562 4250 kynnir í einkasölu í 126,7 fm, 4ra herbergja íbúð með stæði í bílageymslu og u.þ.b. 50 fm sólpalli í Bryggjuhverfi í Kársnesi  með útsýni yfir smábátahöfnina.  
Eignin Naustavör 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 234-9186, 02-01-02 birt stærð 126,7 fm með stæði í bílgeymslu.

Áætlað er að opið hús verði á eigninni þann 8.8.2019 milli kl 16:30 og 17:00, en fyrir þann tíma er hægt að bóka skoðun hjá Guðmundi H Valtýssyni á netfangið : gudmundur@fjarfesting.is eða í síma 865 3022.


Lýsing eignar :
Gengið er inn í íbúðina frá snyrtilegri sameign með lyftu, góðir fataskápar og parket á gólfi. Eldhús í opnu rými inn í stofu þar sem rýmin flæða skemmtilega saman. Í eldhúsi er góð eldhúsinnrétting frá Brúnás þar sem blandað er saman, eikarinnréttingu og hvítum möttum efri skápum, flísar eru á milli skápa. Innaf eldhúsi er þvottaherbergi með innréttingu. Stofa og borðstofa er björt með útsýni út á smábátahöfnina og útgengi út á stóran sólpall. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf, með rúmgóðum sturtuklefa, veglegri innréttingu og handklæðaofni. Hjónaherbergi og tvö rúmgóð barnaherbergi, öll með skápum, úr öðru barnaherberginu er  útgengi út á sólpall. Á gólfum íbúðar er parket.
Eigninni fylgir stæði í bílageymslu með þar sem er möguleiki er á hleðslustöð fyrir rafmagnsbílinn. Sameiginleg hjólageymsla og 7,7 fm sérgeymsla.
 
Bryggjuhverfið á Kársnesi í Kópavogi er staðsett á fallegum stað á móti Nauthólsvíkinni, fjölskylduvænu og fallegu umhverfi við sjávarsíðuna. Siglingafélagið Ýmir er með aðstöðu við smábátahöfnina og er það iðandi af lífi. Í bryggjuhverfinu er gert ráð fyrir að verði 400 íbúðir í framtíðinni.

 Allar nánari upplýsingar um eignina veitir : Guðmundur H Valtýsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali s. 865 3022 eða gudmundur@fjarfesting.is
 
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
126 fm
Herbergi:
4
Stofur:
1
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
2015
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
59.750.000
Brunabótamat:
53.340.000
Áhvílandi:
0