S: 562 4250
Grundarás 9, 110 Reykjavík
81.900.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU MIKIÐ ENDURNÝJAÐ RAÐHÚS VIÐ GRUNDARÁS Í REYKJAVÍK.
Mikið endurnýjað raðhús á pöllum með góðum bílskúr við Grundarás í Seláshverfinu í Árbænum.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað á mjög smekklegan og vandaðan hátt bæði að innan og utan.
Húsið sjálft er 210,5 fm. og bílskúrinn er 41 fm., samtals er eignin því 251,5 fm.
4-5 svefnherbergi.
Skipti á ódýrari eign möguleg

Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting) 
Nánari Lýsing:
Miðpallur:
Komið er inn í anddyri með flísum og fataskáp.
Hol og með parketi á gólfi.
Gestasnyrting, sem var nýlega endurnýjað, með flísum og upphengdu salerni.
Efri hæð:
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi og útgengi út á svalir sem eru með nýmúruðu gólfi.
Eldhús, sem var endurnýjað árið 2008, með fallegri innréttingu úr ljósum við, flísum á milli skápa og á gólfi og góðum eldhústækjum.
Gengið upp frá stofu upp nokkur þrep í sjónvarpsstofu (einnig hægt að nýta sem herbergi)
Neðri hæð:
Hol með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og stórum nýlegum skápum.
Stórt herbergi með parketi á gólfi, stórum skáp og útgengi út í garð.
Tvö barnaherbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi, sem er nýlega endurnýjað, með flísum á gólfi og veggjum, hita í gólfi, innbyggðri sturtu, upphengdu salerni og innréttingu.  Baðherbergið var hannað af Sólveigu Andreu innanhússarkitekt sem og gestasnyrting.
Gengið frá holi niður nokkur þrep í geymslu og þvottahús innaf bæði með epoxy á gólfi.

Sérstæður tvöfaldur bílskúr, 41 fm. að stærð, með nýlegum bílskúrshurðum, millilofti og  epoxy á gólfi.  
Falleg lóð að framan og aftan sem hefur verið mikið endurnýjuð.  Stimplað steypt plan.

Árið 2019 voru settir nýjir fataskápar í hjónaherbergi.
Árið 2018 var baðherbergi endurnýjað.  Skólp og dren endurnýjað.  Nýjar neysluvatnslagnir.  Sett stimplað steypt plan.  Sett nýtt dren með plani og húsi.  Bakgarður endurnýjaður.
Árið 2017 var gestasnyrting endurnýjuð.  Nýjar flísar á forstofu og fataherbergi.  Nýjir ofnar í bílskúr.  Gluggar og handrið málað.  Húsið málað að utan.  Þak yfirfarið, settur nýjar áfellur og málað.
Árið 2016 var sett nýtt parket á stóra svefnherbergið.  Epoxy var sett á þvottahús og geymslu sem og bílskúr.  Nýtt lagnakerfi í bílskúr.  Þak á bílskúr málað.

​​Stutt er í skóla, leikskóla og fallegar gönguleiðir.

Kostnaður kaupanda:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.

Tegund:
Raðhús
Stærð:
251 fm
Herbergi:
6
Stofur:
2
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
0
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1980
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
72.000.000
Brunabótamat:
73.090.000
Áhvílandi:
0