S: 562 4250
Álfheimar 5, 104 Reykjavík
42.900.000 Kr.

OPIÐ HÚS mánudaginn 21. október, frá klukkan 16:30 til 17:00 að Álfheimum 5, jarðhæð.    Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð með sérinngangi í lítið niðurgröfnum kjallara í góðu þríbýlishúsi að Álfheimum 5.
Innangegnt í eitt svefnherbergi frá sameign.  Gott fyrir unglinginn eða sem vinnuherbergi.
Birt flatarmál eignarinnar skv. Þjóðskrá Íslands er 95 fm. 
Frábær staðsetning þar sem er stutt í leikskóla, skóla og þjónustu.
Laus við kaupsamning.

Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is) 
Nánari lýsing;
Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi.
Hol með parketi á gólfi og fataskáp.
Stofa með parketi á gólfi.
Stórt hjónaherbergi með parketi á gólfi og nýjum fataskáp.
Gott svefnherbergi með parketi á gólfi.
Eldhús með fallegri nýrri sérhannaðri hvítri innréttingu og flísum á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu og baðkeri.
Gengið er inn í þriðja svefnherbergið (geymsla á teikningu) frá sameiginlegum gang. 
Sérgeymsla á hæðinni sem og sameiginlegt þvottahús.  Gengið inn frá íbúð inn á sameiginlegan gang þar sem er geymslan, þriðja svefnherbergið og sameiginlega þvottahúsið.
Sjálfvirk lýsing á lóð.
Nýtt parket er á holi og stofu.  Skipt um rafmagnstöflu í íbúð fyrir ca. 5 árum. 
Þak var lagfært árið 2016.  Nýlega lagfærðar tröppur að kjallara.  Gluggar að utan og þakskegg var málað fyrir árið 2018.  Árið 2016 var vestur- og norðurhlið hússins lagfærð að utan.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölunnar.
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGA 4RA HERB.  ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í ÞRÍBÝLI AÐ ÁLFHEIMUM 5 Í REYKJAVÍK.

Tegund:
Hæð
Stærð:
95 fm
Herbergi:
4
Stofur:
1
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1960
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
37.450.000
Brunabótamat:
28.050.000
Áhvílandi:
0