S: 562 4250
Hólmatún 36, 225 Álftanes
90.000.000 Kr.

Fjárfesting fasteignsala s. 562 4250 kynnir í Garðabæ, fallegt 208,6 fm einbýlishús á einni hæð, þar af 52,4 fm bílskúr á friðsælum útsýnisstað við sjóinn á Áltanesi. Stutt er í alla helstu þjónustu eins og sundlaug,  íþróttaaðstöðu og skóla.
 
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 224-6164, nánar tiltekið eign merkt 01-01, bílskúr 01-02,. Stærð íbúðar er 156,2 og bílskúr 52,4 fm Heildarstærð 208,6 fm.
 
Lýsinga eignar:
Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp. Gestasalerni er í forstofu. Innangengt úr forstofu í þvottahús og  tvöfaldan bílskúr. Stofan og borðstofan eru í opnu og björtu rými með arin, flísum á gólfi og aukinni lofthæð. Útgengi er úr stofu út á timburverönd með ótrúlegu útsýni til sjávar. Eldhúsið er með flísum gólfi og  viðarinnréttingu. Úr eldhúsi er innangengt í borðstofu.
Á herbergjagangi eru fjögur svefnherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi innaf, öll með parketi á gólfum og fataskápum. Setustofa sem auðvelt er að breyta í herbergi. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf með baðinnréttingu, sturtuklefa og baðkari.

Bílskúrinn er 52,4 fm með stórri innkeyrsluhurð og útgengi út á hellulagða verönd sem umlykur húsið og í innkeyrslu. Húsið stendur á 991,7 fm lóð.

Hér er um að ræða fjölskylduhús með frábæra staðsetningu þar sem útsýnið til sjávar nýtur sín vel í kyrrðinni á Álftanesi. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðmundur H Valtýsson viðskiptafr. og löggiltur fasteignasali s. 865 3022 eða e-mail : gudmundur@fjarfesting.is

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar

 
 

Tegund:
Einbýli
Stærð:
208 fm
Herbergi:
7
Stofur:
3
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2000
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
82.750.000
Brunabótamat:
67.950.000
Áhvílandi:
0