S: 562 4250
Laugavegur 103, 101 Reykjavík
Tilboð

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU FALLEGA 3JA HERB. ÍBÚÐ Í GÓÐU FJÖLBÝLISHÚSI MEÐ LYFTU MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.
Um er að ræða fallega 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi með lyftu við Laugaveg 103 í Reykjavík.
Eignin er á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík en stutt er í alla verslun og þjónustu. Meðal annars er matarmarkaðurinn að Hlemmi í næsta nágrenni.

Nánari lýsing:
Anddyri með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, eikarinnréttingu, sturtuklefa og upphengdu salerni. Þvottavél og þurrkari er á baðherbergi og fylgja með í kaupunum.
Eldhús með glæsilegri eikarinnréttingu með granítborðplötu og vönduðum eldhústækjum.
Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á yfirbyggðar suðvestur svalir.
Barnaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Myndavéladyrasími er í íbúðinni.
7 fm. sérgeymsla og sameiginleg hjóla og vagnageymsla er í sameign.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2000,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölunnar.

 

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
74 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1967
Lyfta:
Fasteignamat:
40.700.000
Brunabótamat:
30.100.000
Áhvílandi:
0