S: 562 4250
Fiskakvísl 11, 110 Reykjavík
66.900.000 Kr.

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGA 5 HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR OG ÚTLEIGUMÖGULEIKA VIÐ FISKAKVÍSL 11 Í ÁRTÚNSHOLTINU Í ÁRBÆNUM.

Vel skipulögð 5 herbergja endaíbúð á mjög barnvænum stað.
Íbúðin sjálf er 151,8 fm. og bílskúr er 31,2 fm.  Samtals er eignin skráð 183 fm.
Sérafnotareitur út frá svölum.
Mögulegt er að leigja út herbergið á neðri hæðinni sem er 29 fm., inn í það er sérinngangur frá sameign.  Auðvelt er að komast í lagnir til að setja upp salerni og lítið eldhús.
Arinn í stofu.
Gestasnyrting.

Nánari upplýsingar veita Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is) 
Nánari lýsing: 
Komið er inn í hol með parketi á gólfi og fataskáp.
Stofa með arni, parketi á gólfi og útgengi út á svalir, frá svölum er hægt að ganga út á sérafnotareit íbúðarinnar.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu og parketi á gólfi.
Góð borðstofa með parketi á gólfi og útgengi út á svalirnar.  Gengið frá borðstofu niður í aukaherbergi í kjallara.
Gangur með parketi á gólfi.
Gestasnyrting með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu og búrskáp.
Tvö barnaherbergi með dúk á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefa, innréttingu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Neðri hæð:
Gengið inn á neðri hæð frá borðstofu, einnig er sérinngangur inn á neðri hæð frá sameign.
Neðri hæðin (herbergið) var innréttuð fyrir ca. 3 árum. Þá var sett ný hurð, parketflísar og fataskápur.
Stórt herbergi (ca. 29 fm.) með parketflísum á gólfi og nýlegum fataskáp.
Auðvelt er að komast í lagnir til að setja upp salerni og lítið eldhús.
Íbúðinni fylgir endabílskúrinn sem er 31,2 fm.

Árið 2018 var skipt um þakpappa og járn og settir nýjir þakgluggar. Farið var í múrviðgerðir og húsið málað að utan, ásamt því að allt tréverk var málað. 
Tröppur við aðalinngang voru steyptar. Tröppur niður í ruslageymslu voru steyptar árið 2019.

Mjög barnvænn staður þar sem leikskólar og grunnskóli eru í göngufæri.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð. 

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
183 fm
Herbergi:
6
Stofur:
2
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1983
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
60.650.000
Brunabótamat:
54.500.000
Áhvílandi:
0