S: 562 4250
Háaleitisbraut 131 bókið skoðun. 0, 108 Reykjavík
86.900.000 Kr.

Háaleitisbraut 131, 3-5 herbergja.
Endaraðhús á einni hæð með bílskúr.
Einstök staðsetning.
Ekki verður haldið opið hús en hægt að panta ákv. skoðunartíma í síma 864-1362.


Smári Jónsson,  löggiltur fasteignasali,  sími: 864-1362 smari@fjarfesting.is og Fjárfesting Fasteignasala, kynna:
Háaleitisbraut 131 Góð aðkoma er að húsinu.
Endaraðhús á einni hæð, bílskúr er sambyggður húsinu. Bílskúrinn er útbúinn með skrifstofuaðstöðu að hluta.
íbúðin er 140, fm. og bílskúr 32,2 fm. alls 172,2 fm.
Húsið er að sjá í fínu standi að utan sem innan þó innréttingar sé að mestu upprunalegar.
Nánari lýsing:
Forstofa: Er með skápum og flísar á gólfi.
Gestasnyrting: Ljós innrétting og ljós tæki, flísalögð í hólf og gólf.
Forstofuherbergi: Rúmgott og bjart og er með með skápum. Parket á gólfi.
Hol: Tengir saman íbúðina, flísar á gólfi.  Gengið úr holi út á hellulagða verönd.
Svefnherbergisgangur:  Voru áður fjögur herbergi.  Eru nú tvö svefnherbergi með skápum, parket á gólfi.
Sjónvarpshol:  Rúmgott og bjart, flísar á gólfi. Var áður tvö svefnherbergi.
Baðherbergi:  Flísalagt með sturtuaðstöðu og baðkari ágætis innréttingu.
Stofa: Rúmgóð og björt. Parket á gólfum.
Eldhús/ borðkrókur: Eldri innrétting, flísalagt milli efri og neðri skápa.  Korkur á gólfi.  Innangengt í þvottahús.
Þvottahús: Er innaf eldhúsið. flísalagt og útgengt í garð.
Búr: Er með hillum.

Bílskúr: Með rafmagnshurðaopnara og með rafmagni, heitu + köldu vatni. í enda bílskúrs er skrifstofuaðstaða með sérinngangi.
Falleg ræktuð lóð. Sólrík verönd í suður.   


Nánari upplýsingar og pöntun á skoðun veitir:
Smári Jónsson fasteignasali, sími 864-1362 smari@fjarfesting.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
 Forsendur söluyfirlits:   Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Tegund:
Raðhús
Stærð:
172 fm
Herbergi:
5
Stofur:
2
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1968
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
72.500.000
Brunabótamat:
54.310.000
Áhvílandi:
0