S: 562 4250
Næfurás 13, 110 Reykjavík
57.500.000 Kr.

ÍBÚÐIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGA 4RA HERB. ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR VIÐ NÆFURÁS 13 Í SELÁSHVERFINU Í ÁRBÆ.

Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð (hálf hæð upp) á mjög barnvænum stað.
Íbúðin sjálf er 119,4 fm., sérgeymsla í kjallara er 5 fm. og bílskúr er 24,2 fm.  Samtals er eignin skráð 148,6 fm.
Mikið og fallegt útsýni yfir Rauðavatn frá stofu og eldhúsi.
Góður bílskúr með geymslulofti í bílskúrslengju.
Nánari upplýsingar veita Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is) 
Nánari lýsing: 
Komið er inn í forstofu með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Hol og stofa með harðparketi á gólfi og fallegu útsýni.
Eldhús með fallegri innréttingu sem er filmuð og flísar á gólfi.
Þvottahús með flísum á gólfi.
Fallegt baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu, baðkeri og sturtu.
Hjónaherbergi með harðparketi á gólfi, góðum fataskáp og útgengi út á svalir.
Tvö góð barnaherbergi með harðparketi á gólfi og góðum fataskápum.
Góður bílskúr með geymslulofti í bílskúrslengju.
Sérgeymsla í kjallara ásamt hjóla- og vagnageymslu.

Skipt var um gólfefni árið 2016.  Nýlegir fataskápar í herbergjum.
Árið 2019 var húsið að utan múrviðgert og málað.  Svalir voru lagfærðar.  Skipt var um þá glugga sem var þörf og aðrir lagfærðir.  Þak var ryðhreinsað og málað, negling yfirfarin og skipt var um timbur í þakkanti sem var orðið lélegt.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð. 

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
148 fm
Herbergi:
4
Stofur:
1
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1983
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
50.500.000
Brunabótamat:
37.250.000
Áhvílandi:
0