S: 562 4250
Melalind 10, 201 Kópavogur
63.000.000 Kr.

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGA 4RA HERB. ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR VIÐ MELALIND 10 Í LINDAHVERFINU Í KÓPAVOGI.

Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á efstu hæð á mjög barnvænum stað.
Íbúðin sjálf er 115,9 fm., sérgeymsla í kjallara er 5 fm. og bílskúr er 26,1 fm.  Samtals er eignin skráð 147,0 fm.
Mikið og fallegt útsýni frá stofu og eldhúsi.
Stórar svalir með svalaskýli, einangrað, harðviðar pallaefni á gólfi og halogenljósum með dimmer.
Góður bílskúr í bílskúrslengju.
Nánari upplýsingar veita Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is) 
Nánari lýsing: 
Komið er inn í hol með flísum á gólfi og fataskáp.
Stofa með parketi á gólfi, fallegu útsýni og útgengi út á stórar svalir með svalaskýli.
Eldhús með fallegri innréttingu, flísum á gólfi og borðkrók. Nýleg tæki; spanhelluborð, bakarofn og veggháfur.  Nýlegt blöndunartæki við vask.
Þvottahús með flísum á gólfi.
Fallegt baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu, baðkeri og sturtu.  Nýtt blöndunartæki við sturtu.
Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Tvö góð barnaherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Bílskúr í bílskúrslengju, með heitu og köldu vatni.
Sérgeymsla í kjallara ásamt hjóla- og vagnageymslu.

Árið 2018 var hús, gluggar og þakskegg málað.  Einnig var þak skoðað og blettað og var í góðu lagi.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð. 

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
147 fm
Herbergi:
4
Stofur:
1
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1998
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
56.450.000
Brunabótamat:
47.130.000
Áhvílandi:
0