S: 562 4250
Grófarsmári 17, 201 Kópavogur
90.800.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala kynnir í einkasölu:

Stór glæsilegt parhús við Grófarsmára í Kópavogi.

Um er að ræða 175,9 fm hús á tveimur hæðum og þar af er innbyggður 25,5 fm bílskúr.

Ástand er fyrsta flokks að utan sem innan og hefur öllu verið haldið vel við. Húsið er nýmálað að utan.
Húsið stendur fyrir ofan götu og snýr garðurinn því aðallega í suður.
Bílastæði fyrir þrjá bíla er fyrir framan hús. Hiti er í stéttum og bílaplani.  Lóðin er vel frágengin með fallegum trjágróðri og sólpöllum, hönnuð af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt.

Sutt er í alla þjónustu, verslun, skóla, leikskóla og íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum. auk útivistarparadís Fífuhvammsins. 
Göngustígar tengja vel saman þetta svæði Kópavogs.

Að innan er húsið sérhannað með mikilli lofthæð á efri hæð og góðu og smekklegu fyrirkomulagi á neðri hæð. Reisulegt og vel skipulagt hús. Innréttingar eru sérhannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur arkitekt og smíðaðar af Trésmiðjunni Borg. Öll lýsing er skv teikningum frá Helga Eiríkssyni , lýsingarhönnuði hjá Lumex.

Skipulag hússins:
Neðri hæð:

Forstofa með góðum fataskáp, rúmgott herbergi, flísalagt hol/gangur auk þvottahúss með nýrri innréttingu. Innangengt er í bílskúr frá forstofu. Fallegur steyptur stigi með niðurlímdu eikarparketi og sérsmíðuðu handriði úr burstuðu stáli frá Steinsmiðju Óðins. Stór gluggi til austurs hleypir fallegri birti inn í húsið.
Efri hæð:
Stórt opið rými með mikilli lofthæð þar sem er opið eldhús með góðri eldhúsinnréttingu og tækjum þar sem uppþvottavél og ísskápur eru innbyggð og rúmgóða stofu og borðstofu með útgengi út á stórar útsýnissvalir til norðurs.
Gangur með þremur svefnherbergjum og flísalögðu baðherbergi með baðkari og sturtu. Stór opnanlegur þakgluggi er á baðherbergi.  Útgengi er út í suðurgarð frá gangi.
Góð birta er í húsinu þar sem rými eru opin og gluggar vel skipulagðir.
Innréttingar eru sérhannaðar úr fallegum ljósum við.
Gólfefni: Flísar og niðurlímt eikarparket.
Gólfhiti er á forstofu og holi á neðri hæð og baðherbergi á efri hæð.

Glæsileg eign á frábærum og fjölskylduvænum stað í Kópavogi.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf í s 899-5209 og á hordur@fjarfesting.is

Tegund:
Parhús
Stærð:
175 fm
Herbergi:
5
Stofur:
1
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1997
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
75.500.000
Brunabótamat:
61.700.000
Áhvílandi:
0