S: 562 4250
Hlunnavogur 4, 104 Reykjavík
117.500.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala kynnir í einkasölu:

PANTIÐ EINKASKOÐUN Í SÍMA 899-5209.

Glæsilegt 214 fm einbýlishús við Hlunnavog 4 í Reykjavík.
Þar af er sérstæður bílskúr 31,3 fm og íbúðarhlutinn því 182,7 fm. 


Fallega ræktuð lóð, með trjágróðri og hellulögðum stéttum og innkeyrslu að bílskúr. Stór sólpallur er út frá stofu.   Frábær og vinsæl staðsetning.
Þjónusta í næsta nágrenni. Göngufæri er í náttúruperlur Laugardals og Elliðaársdals. Gott aðgengi er að og frá húsinu. Innkeyrsla að bílskúr er upphituð ásamt upphitaðri gangstétt að og í kringum húsið.

Ástand á húsi er gott og hefur verið vel um það hugsað í gegnum tíðina. Búið að teikna breytingar á baklóð sem fallegan íverustað  með verönd, garðskála, heitan pott ofl. 
Bílskúrinn er sérstandandi með rafmagni og hita.

Lýsing eignar:

Á neðri hæð er rúmgóð forstofa með fataskáp, flísalögð snyrting, geymsla, gangur, tvær samliggjandi stofur (stofa og borðstofa) sem opið er í milli, eldhús opið inn í borðstofu og þvottaherbergi út frá eldhúsi með útgengi út á lóð. Góður stigi er upp á efri hæð.
Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með baðkari, geymsla og gangur. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum fataskápum. Mögulegt er að sameina tvö herbergi í eitt  þar sem ekki er burðaveggur á milli þeirra. Frá efri hæð er stigi upp á rúmgott risloft sem hægt er að nýta sem vinnuherbergi, svefnherbergi eða sjónvarpsherbergi. Risið er að hluta undir súð og gólfflötur því mun stærri en skráð flatarmál segir til um.

Gólfefni: Á gólfum er eikarparket og náttúruflísar og flísar á votrýmum og strigateppi á stiga.
Innréttingar:  Fallegar hvítar innréttingar í eldhúsi með eikarborðplötum

Eigendur hússins: Aðeins þrjár fjölskyldur hafa átt húsið. 

Framkvæmdir síðustu ára: 
Í tíð fyrri eiganda var skipt um frárennsli, gler og hiti lagður í stéttir ásamt þvi að garður var skipulagður í núverandi mynd.
Núverandi eigendur hafa staðið að eftirfarandi framkvæmdum.

2003: Forstofa byggð og gestasalerni sett á jarðhæð. Rafmagns -og hitalögn endurnýjuð inn í húsið. Lagt er fyrir þriggja fasa rafmagni.
2004: Hiti og rafmagn lagt í bílskúr. Skipt um gler í gluggum á efri hæð í suður og í borðstofu.
2005: Baðherbergi endurnýjað á efri hæð, hiti settur í gólf.
2007: Opnað á milli eldhúss og borðstofu, eldhús endurnýjað, skipt um ofna, lagðar náttúruflísar í gangvegi og parket í stofu, eldhúsi og góflhiti í eldhúsi.
2011: Þvottahús endurnýjað og innrétting sett þar upp.
2016: Bílskúr klæddur að utan. Skipt um gler í frönskum glugga í stofu.
2017: Húsið múrað og málað að utan.
2018: Parket lagt á svefnherbergi á efri hæð. Teiknaðar breytingar á bakgarði. 
2019: Lagt fyrir tveimur innstungum í innkeyrslu fyrir rafbíla eða til annarra nota.

Fyrirhugaðar breytingar á lóð.
Núverandi eigendur hafa látið teikna breytingar á bakgarði. Arkitektinn Björn Jóhannsson sá um það.  

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf í síma 899-5209 / 462-4250 og á hordur@fjarfesting.is

Tegund:
Einbýli
Stærð:
214 fm
Herbergi:
7
Stofur:
2
Svefnherbergi:
5
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1958
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
84.050.000
Brunabótamat:
59.300.000
Áhvílandi:
0