S: 562 4250
Sandhólar 2, 845 Flúðir
42.000.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU VANDAÐUR SUMARBÚSTAÐUR RÉTT FYRIR UTAN FLÚÐIR.

Um er að ræða vandað 90,8 fm  Norskt timburhús á steyptum grunni. (heilsárshús) ásamt millilofti (ca 20fm) svo og 13,7 fm gestahúsi.  Samtals 104,5 fm.  á 5.185fm leigulóð. 
Staðsett í landi Ásatúns Hrunamannahreppi (Heiðarbyggð), sem er ca 5 km frá Flúðum.
Húsið er í góðu ástandi og fullfrágengið.  Gólfhiti er í húsinu. Góð aðkoma er að húsinu og er það staðsett neðan götu.  Situr það hátt með tilliti til útsýnis.
Góðar verandir eru í kringum húsið með skjólveggjum og heitum potti.
Húsið er vel staðsett og er mikið og óhindrað útsýni til allra átta ma. stórbrotið útsýni yfir Laugarás og Skálholt í vestri, Laugarvatn og inn á hálendi og Langjökul í norðri og vestur yfir láglendið að Flúðum.  
Upplýsingar gefur  Guðjón 846-1511 gudjon@fjarfesting.is

Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi.
Baðherbergi  með flísum á gólfi, innréttingu og sturtu.  Gengið út á pall og heitan pott úr baðherbergi.
Stórt og gott eldhús með fallegri hvítri innréttingu með góðri borðstofu með mikilli lofthæð.
Rúmgóð björt stofa með parketi og mikilli lofthæð. Stofan snýr mjög vel og er mjög fallegt útsýni úr henni. 
Gengið er út á verönd úr stofu með tvöfaldri hurð sem tengir stofu og verönd vel saman.
Þrjú svefnherbergi með parketi. Svefnloft er yfir herbergjum sem er rúmir 20 fm (ekki inni í fermetratölu hússins)
Gott gestahús (ca 14 fm) við hliðina á húsinu með parketi á gólfi og salerni.
Inntaksgeymsla er við inngang á húsinu.
Útigeymslur eru við heitan pott.
Gerður var 50 ára leigusamningur 2004.

Kostnaður kaupenda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2.  Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð. 

Tegund:
Sumarhús
Stærð:
104 fm
Herbergi:
5
Stofur:
1
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2008
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
31.950.000
Brunabótamat:
0
Áhvílandi:
0