S: 562 4250
Hrafnhólar 2, 111 Reykjavík
42.500.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala s. 562 4250 kynnir í einkasölu fallega og vel skipulagða fimm herbergja 118,2 fm íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Hrafnshóla 2 í Reykjavík. Jafnt og þétt viðhald hefur verið á húsinu  s.s. múrviðgerðir og máling og þak yfirfarið. Sameign er snyrtileg. 

Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, baðherbergi, eldhúss borðstofu og rúmgóða stofu.

Nánari lýsing : Komið er inn í hol með flísum á gólfi og gólfhita og fataskáp. Borðstofa og stofa eru með parketi á gólfum, arin í stofu, útgengi út á skjólgóðar suðursvalir. Eldhús með dökkri innréttingu, flísum milli skápa og litlum borðkrók. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp. Þrjú barnaherbergi með parketi á gólfum. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf með baðkari, góðri innréttingu, t/f þvottavél og handklæðaofni.

Íbúðin er 118,2 fm, merkt 01-0101. 5,1 fm sérgeymsla er í kjallara ásamt sameiginlegri geymslu. Sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Hér er um að ræða góð íbúð í þriggja hæða vel hirtu húsi þar sem stutt er í alla þjónustu, s.s. verslanir sundlaug, íþróttasvæði, þrír leikskólar, grunnskóli og fjölbrautarskólinn í Breiðholti.

Allar nánarai upplýsingar veitir Guðmundur H Valtýsson löggiltur fasteignasali og viðskiptafr. s. 865 3022 eða e-mail : gudmundur@fjarfesting.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
118 fm
Herbergi:
5
Stofur:
1
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1974
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
42.450.000
Brunabótamat:
39.250.000
Áhvílandi:
0