S: 562 4250
Kópavogsgerði 1, 200 Kópavogur
84.000.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala s. 562 4250 kynnir í einkasölu 144,7 fm 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi og verönd mót suðri  við Kópavogsgerði og útsýni yfir Kópavoginn.

Lýsing: Frá forstofu er gengið inn í íbúðarými  eignar, þrjú svefnherbergi þ.a. hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi innaf, tvö baðherbergi, eldhús og þvottaherbergi.


Nánari lýsing:
Innréttingar og hurðir eru sérsmíðaðar af Sérverk sem er jafnframt Byggingaraðili hússins. Eldhúsinnrétting og fataskápar eru úr amerískri Eik. Baðinnréttingar eru sprautulakkaðar hvítar. Borðplötur í eldhúsi og baðherbergjum eru úr Granít frá Granítsmiðjunni. Gólfefni eru viðarplankaparket, hvíttuð Eik á öllu nema baðherbergjum, þvottahúsi og  og forstofu, þau rými eru flísalögð. Keramik helluborð og veggofn eru frá  Ormsson af gerðinni AEG og eyjaháfur er einnig frá Ormsson. Vaskar, wc og blöndunartæki eru frá Tengi. Innfeldar lýsingar í lofti. Um endaíbúð er að ræða, því eru gluggar á þrjá vegu.

Sérinngangur, þarf ekki að fara um sameign nema til að fara í bílageymslu og geymslu.
Sérmerkt stæði í bílageymslu, einnig eru ómerkt stæði á bílaplani ofan á bílageymslu á annari hæð.
Húsið er einangrað að utan og klætt með flísum og timbri.
Stór sér afnota reitur (verönd) í suður, gengið út bæði frá stofu og frá hjónasvítu.
Geymsla 8,8 fm séreign (beint á móti íbúð)
Hjóla-vagnageymsla í sameign.  Nánari upplýsingar veitir Guðmundur H Valtýsson löggiltur fasteignasali og viðskiptafr. í síma 865 3022 eða gudmundur@fjarfesting.is

Um skoðunarskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
144 fm
Herbergi:
4
Stofur:
1
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2017
Lyfta:
Fasteignamat:
67.700.000
Brunabótamat:
79.200.000
Áhvílandi:
0