S: 562 4250
Starrahólar 15, 111 Reykjavík
94.600.000 Kr.


Fjárfesting fasteignasala Borgartúni 31,  kynnir í einkasölu við Starrahóla, vel skipulagt einbýlishús á einstaklega fallegum stað við Elliðaárdalinn með stórkostlegu útsýni. Auðvelt að innrétta sem tvær íbúðir,

Eignin er á tveimur hæðum ásamt ásamt tvöföldum frístandandi bílskúr. Alls er húsið skráð 239,5 fm en að auki eru 66,5 fm sem ekki eru skráðir skv. Fasteignaskrá. Húsið er því alls 306 fm. Í húsinu eru 6 svefnherbergi, góð stofa, fjölskylduherbergi, borðstofa, eldhús, tvö baðbergi, tvennar geymslur, stórt þvottahús og 45 fm bílskúr.
Nánari lýsing: 
Efri hæð:
Gengið er inná efri hæð, anddyri er flísalagt, með fataskáp. Andyri og innri gangur er klætt með dökkri eikarinnréttingu. Eldhús með dökkri eikarinnréttingu. Electrolux tæki, Simens uppþvottavél. Flísar á milli skápa og parket á gólfi. Borðstofa er í tengslum við stofu og eldhús með stórum glugga í norður. Aukin lofthæð er á hæðinni og loftið klætt með grenipanil. Andyri, gangur og borðstofa er með flísum á gólfum.

Arinn og hliðarveggur við hann skilur að stofu og borðstofu sem setur fallegan svip á hæðina. Gengin eru tvö þrep upp í stofuna úr anddyri og úr borðstofunni. Stofan er afar björt með stórum gluggum í norður og vestur.Útgengi er út á svalir úr stofu. Parket er á stofugólfi. Tvö svefnherbergi eru á efri hæðinni og flísalagt baðherbergi með ljósum marmaraflísum, baðkari og dökkri eikarinnréttingu.

Neðri hæð:
Gengið er niður rúmgóðan teppalagðan stiga niður á neðri hæð hússins.Þar er gott fjölskyldurými sem er á tveimur pöllum og gengt inn í fjögur herbergi úr því. En eitt þeirra var upphaflega hugsað sem tvö herbergi og mætti auðveldlega breyta því í tvö rými.  Parket er á gólfum í þessum herbergjum. Á neðri hæð er flísalagt baðherbergi með sturtu.Til viðbótar eru tvær stórar geymslur svo og stórt þvottaherbergi. Útgengi er úr fjölskyldurýminu á hellulagða verönd. Einnig er lítið anddyri fyrir framan þvottahús þaðan sem útgangur er út í garð á stétt sem tengir neðri garðinn við efri hlutann.           
Bílskúr.
Upphitaður rúmgóður og bjartur 45 fermetra bílskúr stendur sjálfstætt við hliðina á húsinu. Gryfja er í bílskúrnum. Hitalagnir eru í rúmgóðu tvöföldu bílastæði fyrir framan og hitalagnir eru í öllum stéttum fyrir framan húsið sjálft. Allar stéttar upphitaðar með affalli frá húsinu með stýringu.
 
Skipulag hússins tekur mið af þeim skipulagsskilmálum sem giltu fyrir hús í neðri röð í þessum götum. Húsið var tekið í notkun árið 1979 og var hannað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er hefbundið hús byggt úr steinsteypu og þök eru úr timbursperrum á steinsteypubitum undir mæni. Þakkantur hússins gengur 90 cm. út fyrir veggi og 60 cm á bílskúr sem verndar veggina sérlega vel fyrir ágangi veðurs. Járn á þaki er allt í heilum lengdum sem hefur reynst afar vel. Að utan er húsið með hraunaða steypuáferð sem er brotin upp með sléttmúruðum flötum. Húsið er málað. Húsið er einangrað að innan og grófpússað. Lögð er áhersla á útsýni og tengingu við efri og neðri hluta lóðarinnar og því eru miklir gluggar á norðurhlið og vesturhlið hússins. Efri hæðin er sérlega björt með mikilli lofthæð í borðstofu, stofu og eldhúsi.

Húsið er að mestu í  upprunalegu formi nema hvað varðar málun og gólfefni. Á gólfum efri hæðar eru flísar og parket. Á gólfum þvottaherbergis eru flísar og ljós innrétting. Á baðherbergjum eru flísar á gólfum og veggjum. Flestar innréttingar eru upprunalegar. Helstu loft eru klædd með grenipanil, nema í svefnherberjum efri hæðar eru steypt loft. Á tveimur herbergjum neðri hæðar eru loftaþiljur en steypt loft í hinum
Um er að ræða einstaka endalóð fyrir neðan götu í Starrahólum sem er lítil og róleg gata. Lóðin er falleg og vel skipulögð. Afar skjólgóður sólpallur er á suðurhlið hússins, vel lokaður frá umhverfinu með góðum skjólveggjum og er útgengt út á hann úr hjónaherbergi. Einnig er hellulögð kvöldverönd norðvestan við húsið og er útgangur út á hana úr fjöskylduherbergi. Lóðin er annars vel gróin og búið að fjarlægja talsvert af stærstu trjánum. Úr húsinu er mikið útsýni til norðurs að Esjunni. Frá Akrafjalli í vestri og að Henglisvæðinu í austri. Hægt er að ganga beint frá húsinu niður á göngustíga í brekkunni sem tengjast göngustígakerfi Elliðaárdalsins. En Elliðaárdalurinn er eitt besta útivistarsvæði og náttúruperla borgarinnar. Einn besti veiðistaður Elliðaánna blasir við úr húsinu. Mikill gróður hefur vaxið í lóðum hverfisins og skógurinn í brekkunni og í dalnum er orðinn gróinn og fallegur. Göngu og hjólaleiðir liggja í allar áttir. Nokkurra mínútna gangur er í tvennar sundlaugar,líkamsræktarstöðvar og íþróttasvæði. Strætisvagn stoppar í 2ja mínútna fjarlægð frá húsinu án þess að íbúar þess verði hans nokkurntíma varir. Stutt er í Hólabrekkuskóla og Fjölbrautarskóla.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur H Valtýsson löggiltur fasteignasali s. 865 3022 eða e-mail : gudmundur@fjarfesting.is
 

Tegund:
Einbýli
Stærð:
239 fm
Herbergi:
9
Stofur:
3
Svefnherbergi:
6
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1978
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
74.450.000
Brunabótamat:
73.400.000
Áhvílandi:
0