S: 562 4250
Kringlan 49, 103 Reykjavík
86.500.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU GOTT RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ BÍLSKÚR VIÐ KRINGLUNA 49 Í REYKJAVÍK.
Gott raðhús á tveimur hæðum með bílskúr á þessum góða stað. 
Húsið er 168,3 fm og 21,3 fm bílskúr.  Samtals 189,6 fm.  
Fallega ræktaður garður með timburverönd og skjólgirðingum.
Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is)
Nánari lýsing: 
Neðri hæð:
Komið inn í forstofu með granítflísum á gólfi og fatahengi.
Gestasnyrting með flísum og glugga.
Hol með gegnheilu parketi úr hnotu á gólfi.
Eldhús með snyrtilegri hvítri innréttingu með granítborðplötum, borðkrók og flísum á gólfi.
Þvottahús/geymsla með flísum á gólfi.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi.  Útgengi út í garð frá borðstofu.
Steyptur stigi milli hæða með kókosteppi.
Efri hæð:
Hol með kókosteppi á gólfi.
Hjónaherbergi með flísum á gólfi og miklu skápaplássi.
Tvö góð barnaherbergi annað með flísum á gólfi en hitt með kókosteppi.
Glæsilegt stórt baðherbergi með flotuðu lökkuðu gólfi, glæsilegu frístandandi baðkeri, sturtu með glerþili, innréttingu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.  Útveggur í baðherbergi er lagður fjörusteinum.
Góður bílskúr, 21,3 fm. að stærð, í bílskúrslengju með hita, rafmagni og rennandi vatni.
Garður með stórri timburverönd með skjólgirðingum ásamt grasi, gróðri og stórum matjurtagarði.
Húsið var málað að utan árið 2019. Árið 2016 var skipt um tréverk á þakkanti á suður- og austurhlið, einnig voru gluggalistar málaðir.
Húsinu verður skilað með nýlagfærðu þaki (skipt um járn, pappa og klæðningu eftir þörfum), sem verður gert núna í sumar, og seljandi mun greiða fyrir.
Staðsetning er mjög góð, við Kringluna og er stutt í alla þjónustu.
Fyrirhugað fasteignamat árið 2021 er kr. 81.750.000

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali. 3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar 4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð. 

Tegund:
Raðhús
Stærð:
189 fm
Herbergi:
5
Stofur:
2
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1987
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
78.550.000
Brunabótamat:
60.650.000
Áhvílandi:
0