S: 562 4250
Hlunnavogur 4, 104 Reykjavík
114.900.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala kynnir í einkasölu:

Glæsilegt 214 fm einbýlishús við Hlunnavog 4 í Reykjavík.
Þar af er sérstæður bílskúr 31,3 fm og íbúðarhlutinn því 182,7 fm. 

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.
ER MEÐ KAUPENDUR AÐ EINBÝLISHÚSI Á SVÆÐI 104 REYKJAVÍK.
HAFIÐ SAMBAND Í S 899-5209. Hörður Sverrisson, lgf


Fallega ræktuð lóð, með trjágróðri og hellulögðum stéttum og innkeyrslu að bílskúr. Stór sólpallur er út frá stofu.   
Frábær og vinsæl staðsetning.  Þjónusta í næsta nágrenni. Göngufæri er í náttúruperlur Laugardals og Elliðaársdals. Gott aðgengi er að og frá húsinu. Innkeyrsla að bílskúr er upphituð ásamt upphitaðri gangstétt að og í kringum húsið.

Ástand á húsi er gott og hefur verið vel um það hugsað í gegnum tíðina. Búið að teikna breytingar á baklóð sem fallegan íverustað  með verönd, garðskála, heitan pott ofl. 
Bílskúrinn er sérstandandi með rafmagni og hita.

Lýsing eignar:

Á neðri hæð er rúmgóð forstofa með fataskáp, flísalögð snyrting, geymsla, gangur, tvær samliggjandi stofur (stofa og borðstofa) sem opið er í milli, eldhús opið inn í borðstofu og þvottaherbergi út frá eldhúsi með útgengi út á lóð. Góður stigi er upp á efri hæð.
Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með baðkari, geymsla og gangur. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum fataskápum. Mögulegt er að sameina tvö herbergi í eitt  þar sem ekki er burðaveggur á milli þeirra. Frá efri hæð er stigi upp á rúmgott risloft sem hægt er að nýta sem vinnuherbergi, svefnherbergi eða sjónvarpsherbergi. Risið er að hluta undir súð og gólfflötur því mun stærri en skráð flatarmál segir til um.

Gólfefni: Á gólfum er eikarparket og náttúruflísar og flísar á votrýmum og strigateppi á stiga.
Innréttingar:  Fallegar hvítar innréttingar í eldhúsi með eikarborðplötum

Eigendur hússins: Aðeins þrjár fjölskyldur hafa átt húsið. 

Fyrirhugaðar breytingar á lóð.
Núverandi eigendur hafa látið teikna breytingar á bakgarði. Arkitektinn Björn Jóhannsson sá um það.  

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf í síma 899-5209 og á hordur@fjarfesting.is

Tegund:
Einbýli
Stærð:
214 fm
Herbergi:
7
Stofur:
2
Svefnherbergi:
5
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1958
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
84.050.000
Brunabótamat:
59.300.000
Áhvílandi:
0