S: 562 4250
Miklabraut 42, 105 Reykjavík
64.500.000 Kr.

2 ÍBÚÐIR     FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU GLÆSILEGA 4RA HERBERBJA ÍBÚÐ MEÐ AUKAÍBÚÐ Í RISI VIÐ MIKLUBRAUT Í REYKJAVÍK.
Mikið endurnýjuð og falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð auk 2ja herbergja ósamþykktrar aukaíbúðar í risi (góðir leigumöguleikar).
Eignin er endurnýjuð að innan og fallega innréttuð.
Sérinngangur.
Tvö fastanúmer.

Nánari upplýsingar veitir Hildur í síma 661-0804 (hildur@fjarfesting) 
Nánari Lýsing:
Komið er inn í sér stigagang með teppi á gólfi (teppið var lagt árið 2012)
Frá stigagangi er gengið inn í aðalíbúðina annarsvegar og hinsvegar aukaíbúðina.
Aðalíbúð:
Aðalíbúð er 118,8 fm.
Hol með gráum flísum á gólfi og fallegum fataskáp.
Opið eldhús með fallegri svartri innréttingu og flísum á gólfi.
Stofa með parketi á gólfi.
Borðstofa með parketi á gólfi og útgengi út á svalir.
Hjónaherbergi með parketi á gólfum og stórum fataskáp.
Gott barnaherbergi með parketi á gólfi.
Fallegt baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkeri og innréttingu.
Aukaíbúð: 
Aukaíbúð er skráð 35,8 fm. en gólfflötur er stærri þar sem íbúðin er töluvert undir súð.
Gengið inn í risíbúð frá stigagangi.
Stofa með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi og innréttingu.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með dúk á gólfi, baðkeri og innréttingu.

Í kjallara er tvær sérgeymslur og sameiginlegt þvottahús.

Eldhús og baðherbergið var endurnýjað árið 2012.  Raflagnir og rafmagnstafla var endurnýjuð að hluta árið 2010.  Aukaíbúð var innréttuð á árunum 2014-2015.  Tröppur fyrir framan útidyr voru lagfærðar árið 2017.


Ekkert húsfélag er starfandi í húsinu.
Kostnaður kaupanda: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali. 3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
154 fm
Herbergi:
6
Stofur:
3
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1946
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
66.900.000
Brunabótamat:
46.000.000
Áhvílandi:
0