S: 562 4250
Urriðaholtsstræti 32, 210 Garðabær
74.900.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU

PENTHOUSE ÍBÚÐ - STÓRGLÆSILEGA ÍBÚÐ MEÐ STÓRUM ÞAKSVÖLUM VIÐ URRIÐAHOLTSSTRÆTI 32 Í GARÐABÆ.


Um er að ræða fimm hæða fjölbýlishús með einu stiga- og lyftuhúsi.  Í húsinu eru 12 íbúðir af fjölbreyttum stærðum og gerðum.   Aðalinngangur byggingarinnar er á jarðhæð í botnlanga við Urriðaholtsstræti.

Á jarðhæð er ein íbúð sem hefur sérinngang og sérafnotareit.  Sérgeymslur, vagna- og hjólageymsla, tæknirými og sorpgeymsla ásamt beinu aðgengi að upphitaðri bílageymslu með 8 merktum bílastæðum eru á jarðhæð.
Á 2. - 5. hæð eru 11 íbúðir með inngöngum sem tengjast lokuðu stiga- og lyftuhúsinu. Allar íbúðir eru búnar skjólgóðum svölum sem snúa í suður og /eða  vestur.  Á efstu hæð (þakhæð) eru tvær íbúðir sem eru inndregnar og hafa stórar þaksvalir sem snúa í allar áttir.
Nánari lýsing:
3ja herbergja penthouseíbúð á efstu hæð, 118,5 fm. að stærð, merkt 0501. Íbúðinni fylgja stórar þaksvalir.


Húsbyggjandi og aðalverktaki er Gerð ehf.
Burðarkerfi byggingarinnar er staðsteypt nema inndregin þakhæð sem er úr CLT timbureiningum. Hún er einangruð með steinull og klædd með álklæðningarkerfi sem veðurkápu. Milliveggir innanhúss eru reistir úr blikkstoðum og klæddir tvöföldu gipsi hvoru megin.
Íbúðum er skilað fullbúnum með gólfefnum á öllum rýmum. Baðherbergi eru með flísalögðu gólfi og veggjum að hluta. Sameign skilast fullbúin með fullfrágengnum lyftum. Lóð er fullfrágengin, hellulögð ásamt gróðri og þökulögn skv. teikningum.
Frágangur utanhúss
Útveggir
Allir útveggir, nema veggir inndreginnar þakhæðar, eru staðsteyptir, einangraðir með steinull og klæddir með álklæðningarkerfi sem  veðurkápu. Útveggir inndreginnar þakhæðar er úr CLT timbureiningum, klæddir vatnsvörðum pappa, einangraðir með steinullareinangrun og klæddir álklæðningarkerfi sem veðurkápu.  Litir á klæðningum eru í samráði við arkitekt.  Þök byggingarinnar eru tvennskonar; annarsvegar er um að ræða steypt, viðsnúið þak sem að hluta til er þakið grús en hellulagt þar sem þaksvalir eru. Hinsvegar er þak á inndreginni efstu hæð úr 170 mm timbureiningum sem á er soðinn vatnsheldur asfaltdúkur, einangrað með steinullareinangrun með vatnshalla og tveimur lögum af bræddum asfaltdúk í flokki T.
Svalir
Svalagólf eru steypt með vatnshalla að niðurföllum.  Svalahandrið eru uppbyggð úr álstoðum sem eru glerjaðar og ná upp í 120 cm frá gólfi.  Svalaloft eru steypt og ómeðhöndluð.
Raflagnir:  Lampar eru frágengnir á svölum og almennt utanhúss.
Gluggar og útihurðir
Gluggar, svalahurðir og inngangshurðir eru frá danska framleiðandanum Rationel og eru ál-/tré uppbyggðir.  Opnanleg fög og svalahurðir eru með opnunarstillingu til loftunar.  Útihurðir eru skv. teikningu arkitekts.  Allt gler er K-gler eða sambærilegt skv.byggingarreglugerð.  Með glerinu fylgir sú ábyrgð sem framleiðandi glersins veitir.
 
 
Lóð
Bílastæði eru afmörkuð með línum.  Stéttar fyrir framan húsið verða hellulagðar og verandir á sérafnotaflötum íbúða eru timburpallar skv. teikningum arkitekts.  Grasflatir verða þökulagðar.  Gróður verður í gróðurbeðum skv. teikningum arkitekts.
Bílageymsla
Bílageymsla er niðurgrafin. Útveggir verða einangraðir að utanverðu.  Þeir eru, slípaðir að innanverðu og málaðir.  Hitablásarar og loftræstikerfi fylgir frágengið í samræmi við teikningar. Gólf er steypt og vélslípað án frekari meðhöndlunar en bílastæði eru merkt.  Sprungur geta myndast á yfirborði gólfsins sem verða ekki meðhöndlaðar frekar.  Hurð fyrir bílageymslu fylgir frágengin með sjálfvirkum opnunarbúnaði og einni fjarstýringu á hvert stæði.  8 stæði eru í bílageymslu.  Gert ráð fyrir að hægt verði að koma fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hvert stæði.  Bílageymsla er loftræst og lítilsháttar upphituð þ.e hitastig rétt undir 10°C.
Hjóla- og vagnageymsla
Steyptir innveggir í hjóla-vagna og sérgeymslu eru hreinsaðir slípaðir og málaðir.  Gólf eru slípuð og máluð.
Sorpgeymsla
Sorpgeymsla er í sameign.  Veggir eru hreinsaðir og málaðir.  Gólf eru slípuð. 
Sérgeymsla
Léttir veggir í sérgeymslum eru úr timburgrind sem klædd er hvítmálaðri plötuklæðningu, rafmagnstengill er í hverri geymslu.
Búnaður
Húsnúmer verður sett upp á áberandi stað á útvegg.
Frágangur sameignar inni
Veggir
Veggir í forstofu, stigahús og íbúða eru sandsparslaðir og málaðir en aðrir veggir sameignar eru málaðir en ekki sandsparslaðir.
Gólf
Gólf í forstofu jarðhæðar er flísalagt og afleiðandi gangi frá stigahúsi inn í bílageymslu, stigapallar og stigaþrep eru teppalagðir.  Gólf í sérgeymslum, geymslugöngum, hjóla- og vagnageymslum og tæknirýmum eru máluð með gólfmálningu.
Loft
Loft eru máluð í ljósum lit. Eða ómáluð.
Rafmagn
Raflagnir í sameign eru fullfrágengnar með ljósastæðum skv. teikningum raflagnahönnuðar.
Hitakerfi
Íbúðir og sameign eru upphituð með hefðbundnu ofnakerfi skv. teikningum lagnahönnuðar. Íbúðir 501 og 502 hafa samsett gólf- og ofnhitakerfi.
 
Anddyri og stigahús
Anddyri er flísalagt með uppsettum póstkössum og dyrasíma.  Stigaþrep eru forsteypt. Stigapallar eru teppalagðir.  Veggir eru sparslaðir og málaðir með viðurkenndu málningarkerfi.  Á stigum og pöllum eru uppsett handrið.  Raflögn í sameign fylgir frágengin með ljósakúplum þar sem venja er að hafa þá. Loftræstilagnir eru lagðar samkvæmt teikningum.
Lyfta
Fólkslyfta er af gerðinni Schindler og skv. teikningum og byggingarreglugerð.
Frágangur íbúða inni
Almennt
Íbúðir eru seldar fullbúnar með gólfefnum og innréttingum. Á öllum rýmum nema votrýmum er harðparket á gólfum.
Baðherbergis- og þvottahúsgólf eru flísalögð.
Veggir
Útveggir og hluti innveggja eru steyptir og verða með sléttri áferð, loft eru sléttspörsluð.  Léttir innveggir verða úr blikkstoðum, klæddir beggja vegna með 2x13mm gipsplötum.  Allir veggir eru sandsparslaðir og grunnmálaðir undir tvær umferðir af plastmálningu í litum skv. ákvörðun hönnuðar.  Veggir á baðherbergjum eru að hluta til flísalagðir frá gólfi upp í loft, aðrir veggir eru málaðir með rakaþolnu málningakerfi.
Loft
Loft eru sandspörsluð og grunnmáluð undir tvær umferðir af plastmálningu í ljósum lit skv. ákvörðun hönnuðar.  Loft í baðherbergjum eru máluð með rakaþolnu málningarkerfi.
Innihurðir
Innihurðir eru sprautulakkaðar hvítar, frá þýska framleiðandanum Grauthoff.  Hurðarhúnar eru úr stáli með burstaðri áferð.  Hurðir og húnar eru frá Parki interiors, Dalvegi 10-14 í Kópavogi og eru þar til sýnis.
Flísar og gólfefni
Gólfflísar eru frá spænska framleiðandanum Baldocer, af gerðinni Arkety í litnum grey, stærð 60x60 cm.  Veggflísar eru frá spænska framleiðandanum Baldocer, af gerðinni Arkety í litnum steel, stærð 30x60 cm.  Harðparket er á gólfum, Krono Original High Quality Super Natural Classic frá Kronospan frá Parki interiors Dalvegi 10-14 Kopavogi .
Innréttingar:
Allar innréttingar í eldhúsum, baðherbergjum og þvottahúsum ásamt fataskápum í herbergjum og forstofum eru frá Nobila - GKS trésmiðju. Hurða- skúffuforstykki, Structura 400 Gladstone Oak Reproductio.  Hurðar efriskápa  í eldhúsum eru með hvítri  mattri áferð, borðplötur eru úr kvarts SILESTONE frá steinsmiðju REIN Viðarhöfða 1.  Höldur eru af gerðinni Edge Bronze og White.  Áferðir innréttinga eru til sýnis í sýningarsal GKS, Funahöfða 19, Reykjavík.
 
Eldhústæki
Íbúðunum fylgja vönduð eldhústæki af gerðinni AEG frá Bræðrunum Ormsson.  Íbúðum er skilað með keramik helluborði, blástursofni með burstaðri stáláferð, gufugleypi innbyggðum í efriskáp (nema íbúðum 201-203-301-303-401-403-501-502 þar eru lofthengdir háfar frá BO).  Einnig fylgir íbúðunum innbyggður kæli-/ frystiskápur og innbyggð uppþvottavél.  Í eldhúsi er undirlímdur stálvaskur frá Tengi og einnar-handar blöndunartæki.  Blöndunartæki er til sýnis hjá Tengi, Smiðjuvegi 76 í Kópavogi.
Hreinlætistæki
Salernisskál er vegghengd með innbyggðum vatnskassa og hvítum þrýstihnappi á vegg.  Handlaug er undirlímd frá duravit með einnar-handar blöndunartæki.  Sturtur eru með flísalögðu gólfi með vatnshalla að aflöngu niðurfalli upp við vegg.  Þær eru afmarkaðar með sturtu-glervegg, stærð fer eftir fyrirkomulagi viðkomandi íbúðar.  Sturtutæki er hitastýrt með sturtustöng og handsturtu. Hreinlætistæki eru frá Tengi, Smiðjuvegi 76 í Kópavogi og eru þar til sýnis.
Þvottahús
Sumar íbúðir hafa þvottahús.  Gólf þeirra eru flísalögð með flísum frá spænska framleiðandanum Baldocer, af gerðinni Arkety í litnum grey, stærð 60x60 cm.  Þvottahúsum er skilað með vatns- og raflögn fyrir þvottavél og þurrkara ásamt vegghengdum skolvaski og blöndunartæki.
Rafmagn
Rofar og tenglar eru hvítir.  Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin með einum mynddyrasíma í íbúð.  Loftnetstenglar eru í  alrými ásamt tölvutenglum. Tölvutenglar verða í herbergjum.  Ljósleiðari verður í húsinu.  Innfelld ljós verða í opnum rýmum í íbúðunum og er þeim skilað fullfrágengnum. Kúplar eru í þvottahúsi, baðherbergi og sérgeymslu.
Hitalögn
Húsið er á hefðbundinn hátt upphitað með miðstöðvarofnum sem á eru hitastýrðir ofnlokar en í íbúðum 501-502 er gólfhiti með tölvustýringu.
Loftræsti-, vatns- og þrifalagnir
Rafrænt loftræstikerfi með útsogi er í gluggalausum rýmum og eldhúsi skv. Byggingarreglugerð og teikningum lagnahönnuða.  Á viðeigandi stöðum á útveggjum eru lofttúður með innbyggðri hljóð- og ryksíu sem tryggja innstreymi og þar með hringrás lofts um ákveðin svæði.  Forhitari er á heitu neysluvatni.
 

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
118 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
2019
Lyfta:
Fasteignamat:
58.000.000
Brunabótamat:
59.610.000
Áhvílandi:
0