S: 562 4250
Huldubraut 5, 200 Kópavogur
87.800.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU GLÆSILEGA OG VEL SKIPULAGÐA 4-5 HERBERBJA SÉRHÆÐ MEÐ RÚMGÓÐUM BÍLSKÚR Í TVÍBÝLISHÚSI VIÐ HULDUBRAUT 5 Í KÓPAVOGI.
Glæsileg og vel skipulögð 4-5 herbergja sérhæð á þriðju og efstu hæð í tvíbýlishúsi við Huldubraut 5 í Kópavogi.
Hæðin er samtals 214,9 fm. en þar af er 51,9 fm. bílskúr á jarðhæð. Innaf bílskúr er 17 fm. herbergi með salerni.
Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni til norðurs og vesturs yfir Fossvoginn sem nær til Snæfellsjökuls.
Stutt er í allar verslanir og þjónustu. 
Getur verið laus til afhendingar fljótlega.

Nánari upplýsingar veitir Hildur í síma 661-0804 (hildur@fjarfesting.is).

Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi. Þaðan er gengið upp stiga á pall í aðra forstofu með parketi á gólfi. Innaf forstofu er þvottahús og geymsla. Einnig er útgengi út á litlar útsýnissvalir sem snúa í norðaustur.
Þvottahús er með flísum á gólfi, innréttingu með vaski og glugga. Aðgengi að geymslurisi innaf þvottahúsi.
Geymsla er með flísum á gólfi. Geymslan er teiknuð sem gestasnyrting en allar lagnir eru til staðar.
Gangur með parketi á gólfi. 
Eldhús með flísum á gólfi og snyrtilegri hvítri innréttingu. Flísar eru á milli efri og neðri skápa.
Björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi. 
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp. Úr stofu og hjónaherbergi er gengið út á rúmgóðar suðvestursvalir.
Þrjú barnaherbergi með parketi á gólfum. Tvö þeirra hafa verið sameinuð í eitt herbergi. Stór sameiginlegur sérsmíðaður fataskápur fyrir þau frammi á gangi fyrir framan herbergin.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum ásamt sérsmíðaðri innréttingu, handklæðaofni, baðkari og sturtuklefa. Hiti er í gólfi.
Bílskúr er á jarðhæð, 51,9 fm., rúmgóður með góðri vinnuaðstöðu. Innaf bílskúr er 17 fm. herbergi með salerni, möguleiki er á að setja þar upp sturtu og vask.

Almennt viðhald hefur verið gott. Húsið var málað að utan fyrir 5 árum en þakið fyrir 3 árum. 

Ekkert húsfélag er starfandi í húsinu.

Kostnaður kaupanda:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.

 

Tegund:
Hæð
Stærð:
214 fm
Herbergi:
5
Stofur:
1
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1989
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
73.100.000
Brunabótamat:
70.150.000
Áhvílandi:
0