S: 562 4250
Lynghagi 20, 107 Reykjavík
45.500.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala Borgartúni 31 s. 562 4250  kynnir í einkasölu: Vel skipulögða 2ja herbergja, 50,2 fm íbúð á 2.hæð (efri hæð) við Lynghaga í Reykjavík.

Eignin er staðett í góðu og vinsælu hverfi í  vesturbæ Reykjavíkur. Stutt á Háskólasvæðið í Vatnsmýrinni.

Lýsing: gengið upp snyrtilegan stiga með dúk á gólfi og frönskum gluggum, á stigapalli er góður fataskápur. Í holi eru flísar á gólfi. Eldhús er með hvítri innréttingu með flísum á milli skápa og flísum á gólfi, tengi fyrir uppþvottavél og þvottavél. Á baðberbergi er baðkar með sturtu og innréttingu, flísalagt hólf í gólf. Stofa er björt með gluggum á tvo vegu og parketi á gólfum. Í svefnherbergi eru góðir skápar, parket á gólfi og útgengi út á sólríkar, flísalagðar suðursvalir. Risloft er yfir allri íbúðinni. Sameiginlegt rými í kjallara. Stór snyrtilegur vel við haldin garður við húsið.
Þvottavél, uppþvottavél og tvöfaldur ísskápur geta fylgt. 

Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur H Valtýsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali s. 865 3022 og gudmundur@fjarfesting.is 

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Tegund:
Hæð
Stærð:
50 fm
Herbergi:
2
Stofur:
1
Svefnherbergi:
1
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1954
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
38.500.000
Brunabótamat:
20.150.000
Áhvílandi:
0