S: 562 4250
Strikið 2, 210 Garðabær
64.900.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU GLÆSILEGA 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU FYRIR ELDRI BORGARA Í JÓNSHÚSI Í SJÁLANDSHVERFI Í GARÐABÆ.  
Um er að ræða vandaða og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 5.hæð á þessum vinsæla stað fyrir 60 ára og eldri ásamt stæði í lokaðri bílageymslu.
Yfirbyggðar svalir og fallegt útsýni er úr íbúðinni.  
Vandaðar eikarinnréttingar frá Brúnás ásamt eikarhurðum.  Vandaðir fataskápar er ná upp undir loft eru í forstofu og svefnherbergjum.  
Íbúðin er staðsett í Jónshúsi í Sjálandshverfinu í Garðabæ þar sem er mikil og fjölbreytt þjónustu fyrir eldri borgara.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 822-8750 oskar@fjarfesting.is

Nánari lýsing: 
Komið er inn í anddyri með parketi og fataskáp.
Stór og björt stofa og borðstofa með parketi, fallegt útsýni er úr íbúðinni.  Gengið út á góðar yfirbyggðar svalir.
Eldhús með eikarinnréttingum frá Brúnás, ískápur og uppþvottavél fylgir, gluggi er á eldhúsi.  Þvottahús er innaf eldhúsi.
Hjónaherbergi með miklu skápaplássi.  
Herbergi með parketi og skáp.
Baðherbergi með sturtu og fallegri innréttingu.  
Sérgeymsla innan íbúðar með parketi.
Sérgeymsla er í kjallara.
Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir.

Íbúðin á hlutdeild í húsvarðaríbúð og samkomusal.
Jónshús er fjölbýlishús með 133 íbúðum, fyrir 60 ára og eldri. Húsin eru 6 hæðir nema miðjuhúsið sem er 4 hæðir en í því er þjónustusel. Húsin standa á sameiginlegri lóð og mynda sameiginlegt garðrými sem opnast til sjávar.

Þjónustusel er á 1. hæð í miðri þyrpingunni. Þar er að finna matsal og margvísleg rými til þjónustu fyrir eldri borgara. Tenging er við garð þar sem er dvalarsvæði sem hvetja fólk til útiveru.

Kostnaður kaupanda:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati.  1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2.  Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar
4.  Umsýsluþóknun  sjá kauptilboð.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
96 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
2006
Lyfta:
Fasteignamat:
51.850.000
Brunabótamat:
39.700.000
Áhvílandi:
0