S: 562 4250
Akrasel seld 23, 109 Reykjavík
139.900.000 Kr.

EIGNIN ER SELD MEÐ HEFÐBUNDNUM FYRIRVÖRUM
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGT EINBÝLISHÚS STAÐSETT Í BOTNLANGA Á GÓÐUM ÚTSÝNISSTAРVIÐ AKRASEL 23 Í REYKJAVÍK.


Fallegt og vandað einbýlishús við Akrasel 23 í Reykjavík.
Húsið er skráð skv. Þjóðskrá 271,2 fm.  Íbúðarhluti er 232 fm. og bílskúr er 39,2 fm.

Möguleiki á aukaíbúð á hluta neðri hæðar, gert var ráð fyrir því í upphafi og teikningar til staðar.
Möguleiki á 6 góðum svefnherbergjum. 
Glæsilegt útsýni frá efri hæð.
Glæsileg lóð með verönd og fallega ræktuðum garði.

Mjög góð staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

Upplýsingar gefur  Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is).

Nánari Lýsing:

Neðri hæð:
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi.
Svefnherbergi innaf forstofu með flísum á gólfi.
Hol með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum og baðkeri.  Tengi fyrir þvottavél.
Fjölskylduherbergi með flísum á gólfi.
Svefnherbergi með flísum á gólfi.
Parketlagður stigi upp á efri hæð.

Efri hæð:
Hol með parketi á gólfi og útgengi út á svalir.
Svalir með flísum á gólfi. Mikið útsýni.
Falleg og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi og útgengi út á verönd og garð.  Glæsilegt útsýni frá stofu.
Eldhús með fallegri eikarinnréttingu og korki á gólfi.
Þvottahús með korki á gólfi, góðar innréttingar og útgengi út á verönd og garð.
Rúmgott hjónaherbergi með dúk á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtu, baðkeri og innréttingu
Tvö barnaherbergi með dúk á gólfi

Allir sólbekkir í húsinu eru úr grágrýti frá S. Helgasyni.

Bílskúr er tvöfaldur 39,2 fm. og er með flísum á gólfi.  Geymsla og sér salerni innaf bílskúr.
Bílastæði er upphitað og aðkoma að húsinu mjög góð.

Að utan er húsið í góðu ástandi og hefur ávallt verið vel viðhaldið.  Það er með sjónsteypu og hefur verið vatnsvarið á nokkurra ára fresti.  Þak og tréverk hefur verið málað og viðhaldið á nokkurra ára fresti með reglubundnum hætti.

Kostnaður kaupanda:

1.  Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga.   2.  Þinglýsingar af hverju skjali er 2500 kr.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.  4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Tegund:
Einbýli
Stærð:
271 fm
Herbergi:
8
Stofur:
2
Svefnherbergi:
6
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1979
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
96.400.000
Brunabótamat:
107.900.000
Áhvílandi:
0