S: 562 4250
Langagerði 26, 108 Reykjavík
147.000.000 Kr.


Fjárfesting fasteignasala Borgartúni 31 s. 562 4250 kynnir sérlega vel staðsett 271,8 fm einbýlishús  á tveimur hæðum við Langagerði 26, í  Bústaðarhverfi, húsið og lóðin hafa verið endurnýjuð og byggt við húsið.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðunartíma : guðmundur@fjárfesting eða 865 3022

Fyrirhugað fasteignamat næsta árs 131.900.000.


Lýsing eignar: Neðri hæð : Andyri, hol ,eldhús, salerni, eldhús, sjónvarpsherbergi, stofa, borðstofa, stofa, setustofa. Efri hæð: Fjögur svefnherbergi,  baðherbergi, þvottahús, skrifstofurými.

Neðri hæð: Gengið er inn í anddyri með fataskápum og gestasnyrtingu, frá holi er gengið upp stiga uppá aðra hæð. Úr holi er gengið  inn í aðalrými neðri hæðar, setustofu, borðstofu, stofu og sjónvarpsherbergi með sérinngangi frá garði. Í eldhúsi er falleg eikarinnrétting með borðplötum úr granit og innfeldum lýsingum í lofti.  Úr eldhúsi og stofu er útgengi út á stóra suðurverönd þar sem komið hefur verið fyrir garðskála með fyrirtaks gufubaði innaf.

Efri hæð: Gengið er upp stig úr holi upp á efri hæð, þar sem eru þrjú barnaherbergi og stórt hjónaherbergi með útgengi út á stórar suðursvalir. Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, innréttingu og baðkari. Þvottaherbergi með innréttingu, flísum á gólfi og glugga.

Á gólfum efri hæðar er parket, nema á baðherbergi og þvottaherbergi þar sem eru flísar. Á Neðri hæð er parket á gólfum nema á stofu og anddyri, þar sem eru flísar.
Bílskúr er 40 fm þar sem komið hefur verið fyrir gufubaði í tengslum við garðhýsi sem er með útgengi út á sérlega fallegan sólpall.

Hér er um að ræða mikið endurnýjað einbýlishús í rólegu umhverfi í Bústaðarhverfi þar sem stutt er í skóla og alla aðra þjónustu

Vinsamlegast bókið skoðun hjá Guðmundi H Valtýssyni viðskiptafræðingi og löggilltum fasteignasala s. 865 3022 eða gudmundur@fjarfesting.is 
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fjárfesting Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 

Tegund:
Einbýli
Stærð:
271 fm
Herbergi:
8
Stofur:
3
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
3
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1962
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
131.900.000
Brunabótamat:
107.950.000
Áhvílandi:
0