S: 562 4250
Laxakvísl 5, 110 Reykjavík
129.500.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala, Edda Svavarsdóttir, edda@fjarfesting.is,  og Smári Jónsson, löggiltir  fasteignasalar kynna í einkasölu:
Fallegt 239,3 fm raðhús á tveimur hæðum með 5 svefnherbergjum, góðri verönd og heitum potti á góðum stað í Árbæ.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár er íbúðin 200,8 ferm. og sérstæður bílskúr 38,5 ferm.
Fasteignamat næsta árs 112.600.000,-

*** Eignin getur verið laus fljótelega ***


Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagt hol þar sem er lítið gestasalerni .
Stofan er rúmgóð með parket á gólfi og arin. Útgengt er út í garð frá stofu. Búið er að gera gott herbergi út frá stofu. 
Eldhúsið er með góðri innréttingu og flísum á gólfi. Útgengt er á fram lóð.
Efrihæð:
Stórt og gott sjónvarpshol parket á gólfi og mikil lofthæð. 
Þvottahúsið er rúmgott með flísum á gólfi og sturtuklefa.  Herbergin eru 3 á hæðinni.
Baðherbergið er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtu og upphengdu wc.  Í risi er búið að útbúa herbergi.
Bílskúrinn er rúmgóður með millilofti, vatni og rafmagni. Tengi er fyrir tvo rafmagnsbíla.
Heitur pottur frá Normx.
Um eign: 
Skipt var um járn c.a 2008 og efri hæð öll endurnýjuð sama ár.
Þak yfirfarið í haust og settur skosteinn.
Bílskúr var málaður og hús á framanverðu í sumar.
það er verið að skipta um grindverk öðrumegin í framlóð.

Nánari upplýsingar
Edda Svavarsdóttir, löggiltur fasteignasali, sími 845-0425 edda@fjarfesting.is
Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 864-1362 smari@fjarfesting.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.


 

Tegund:
Raðhús
Stærð:
239 fm
Herbergi:
6
Stofur:
1
Svefnherbergi:
5
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1984
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
112.600.000
Brunabótamat:
102.700.000
Áhvílandi:
0