FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ER MEÐ Í SÖLU MIKIÐ ENDURNÝJAÐ SUMARHÚS VIÐ SKORRADALSVATN.Fallegt og mikið endurnýjað sumarhús við Vatnsendahlíð 12 við Skorradalsvatn.
Einstakt útsýni út á Skorradalsvatn.
Heitur pottur (rafmagns með nuddi) fylgir.
Mikið endurnýjaður á mjög smekklegan hátt.
Þrjú svefnherbergi.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 822-8750 ([email protected]).
Nánari Lýsing:Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi, upphengdu salerni, vaskaskáp og sturtuklefa.
Rúmgóð stofa með parketi á gólfi og glæsilegu útsýni.
Opið eldhús með fallegri nýlegri innréttingu, bakarofni, helluborði og innbyggðum ísskáp.
Þrjú svefnherbergi.
Húsið var mikið endurnýjaður á árunum 2018-2019: Skipt var um plötur í gólfi, ný einangrun sett og parketlagt. Sett ný eldhúsinnrétting. Á baðherbergi var endurnýjuð sturta, handlaug, salerni og það flísalagt ásamt forstofu. Nýr panell að hluta í stofu. Húsið málað/lakkað. Nýjir rafmagnsofnar og innstungur (þráðlaus tengin á rafmagnsofnum sem hægt er að stjórna með appi). Harðviður lakkaður að utan. Hurðir lakkaðar. Sett nýtt vatnsinntak.
Lóðarleiga er ca. 175.000 kr. á ári.
Sumarhúsafélagið ca. 10.000 kr. á ári.
Brunatrygging er 27.820 kr. á ári.
Fasteignagjöld eru 142.398 kr. á ári.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.