FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ER MEÐ Í SÖLU VEL SKIPULAGÐA 4RA HERBERGJA ENDAÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI VIÐ AUSTURBERG 38 Í REYKJAVÍK.Vel skipulögð og björt 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð við Austurberg 38 í Reykjavík.
Sérinngangur af svalagangi.
Þrjú góð svefnherbergi.
Örstutt í leikskóla, skóla og alla helstu þjónustu.
2 sérgeymslur (önnur ekki í skráðum fermetrum eignarinnar.
Merkt bílastæði.
Stórar svalir sem snúa í suður.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 822-8750 ([email protected]).Nánari lýsing:
Komið er inn í
forstofu með flísum á gólfi.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu með góðum borðplötum og parketi á gólfi.
Rúmgóð
stofa með parketi á gólfi og útgengi út á góðar svalir.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og miklu skápaplássi.
Barnaherbergi (stærra) með parketi á gólfi.
Barnaherbergi (minna) með parketi á gólfi. (Ekki herbergi á upphaflegri teikningu)
Baðherbergi með góðu baðkari með sturtu, innréttingu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Hol með flísum á gólfi
Gangur með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Raflagnir í eldhúsi voru endurnýjaðar árið 2015. Ofnar voru endurnýjaðir í íbúðinni árið 2022 nema ofn í stofu sem var endurnýjaður árið 2016. Baðherbergi var tekið í gegn árið 2017 (skipt um gólfefni, gler á baði, blöndunartæki og klósett). Árið 2023 var skipt um spegil, vask og innréttingu undir vask. Innihurðir voru endurnýjaðar árið 2023.
Að utan var klæðning lagfærð árið 2017 og árið 2022 var húsið múrviðgert og málað að utan.Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.