S: 562 4250
Galtalind 9, 201 Kópavogur
114.900.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala er með í sölu fallega 6 herbergja endaíbúð með glæsilegu útsýni og heitum potti í góðu fjölbýli og fjölskylduvænu hverfi við Galtalind 9 í Kópavogi
Vel skipulögð 5-6 herbergja íbúð á tveimur hæðum.
Eignin er skráð skv. HMS 176,5 fm.  Íbúðin sjálf er 169,3 fm. og sérgeymsla er 7,2 fm.
Í dag eru 4 góð svefnherbergi í íbúðinni en möguleiki er á 5. herberginu.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og góðir grunn- og leikskólar í göngufæri.
Upplýsingar gefur  Óskar í síma 822-8750 ([email protected]).
Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Komið er inn í hol með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Eldhús með fallegri sprautulakkaðri innréttingu með nýlegum eldhústækjum, eldunareyju, steinborðplötum, fallegum flísum á milli skápa og flísum á gólfi.
Búr/þvottahús er innaf eldhúsi með góðum hillum og flísum á gólfi.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi og útgengi út á góðar svalir með heitum potti og miklu útsýni.
Sjónvarpsrými (mögulegt að nýta sem 5. svefnherbergið) með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi (nýtt sem skrifstofa í dag) með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkari, sturtu og fallegum innréttingum.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Gengið er upp á efri hæð um fallegan stiga frá holi.

Efri hæð:
Hol með parketi á gólfi (sem hægt að nýta sem sjónvarpsrými).
Stórt svefnherbergi með stórum fataskáp og parketi á gólfi (19 fm).
Svefnherbergi með parketi á gólfi (nýtt sem hjónaherbergi í dag)
Baðherbergi með þvottaaðstöðu, flísum á gólfi og veggjum og sturtu.
Aukin lofthæð á efri hæð.

Sérgeymsla er í kjallara sem og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Húsið að utan er í mjög góðu ástandi og hefur fengið reglulegt viðhald frá upphafi. Árið 2023 var húsið háþrýstiþvegið og sílanbaðað, stigagangur og sameiginleg rými máluð og skipt um gólfefni.  Árið 2017 var þak málað, þakkantar klæddir og farið yfir neglingu. Árið 2015 voru viðhaldsfríir gluggalistar settir í gluggafög, gluggafög í stigagangi endurnýjuð sem og útihurð í anddyri.  Einnig var farið yfir öll opnanleg gluggafög.  

Kostnaður kaupanda:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga.   2.  Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr. 3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.  4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
176 fm
Herbergi:
6
Stofur:
1
Svefnherbergi:
5
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1999
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
102.200.000
Brunabótamat:
73.700.000
Áhvílandi:
0