FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU FALLEGA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI VIÐ MARÍUBAUG 101 Í GRAFARHOLTI.Falleg 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með timburverönd að Maríubaugi 101.
Íbúðin sjálf er skráð 120 fm.
3 góð svefnherbergi.
Góð timburverönd með skjólgirðingum sem snýr í suður.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í grunnskóla, leikskóla, kjörbúð og fallega náttúru.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 822-8750 ([email protected]).
Nánari Lýsing:Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Geymsla og þvottahús innaf anddyri með góðum skápum.
Gangur og hol með flísum á gólfi.
Tvö góð barnaherbergi með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkeri, sturtu og innréttingu.
Eldhús með flísum á gólfi, fallegri innréttingu og góðum eldhústækjum.
Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á stóra timburverönd með skjólgirðingum.
Sameiginleg hjólageymsla á 1. hæð.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr. 3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.