FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ER MEÐ Í SÖLU STÓRGLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ MIKLU ÚTSÝNI TIL SUÐURS OG VESTURS VIÐ ÍSALIND 2 Í KÓPAVOGI.Sérlega fallegt einbýlishús á einni hæð með fallegu útsýni í Lindarhverfinu í Kópavogi.
Glæsilegar innréttingar, hurðar og gólfefni.
Mjög góð staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Baðhús á lóð þar sem búið er að útbúa gufubað með sturtuaðstöðu.
Innbyggður bílskúr þar sem búið er að útbúa unglingaherbergi.
Geymsluskúr er á lóð.
Húsið er skráð skv. Þjóðskrá 213,4 fm. Íbúðarhluti er 179,7 fm. og bílskúr er 33,7 fm. Baðhúsið rúmir 13 fm. er EKKI í skráðum fermetrum hússins.
Glæsileg lóð með góðum veröndum, skjólgirðingum, fallegri lýsingu og heitum potti.
Góð aðkoma er að húsinu með góðum bílastæðum.
Bókið skoðun: Óskar ([email protected]).Nánari Lýsing:Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi og fataskáp.
Gangur með flísum á gólfi.
Eldhús með glæsilegri innréttingu (eik og hvít) með steinborðplötum, eldunareyju og góðum eldhústækjum.
Stór og björt borðstofa og stofa með flísum á gólfi, stórglæsilegu útsýni og útgengi út á verönd.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi, fataskáp og fataherbergi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu, baðkeri og sturtu.
Tvö góð svefnherbergi með parketi á gólfi.
Gestasnyrting með flísum á gólfi og veggjum.
Þvottahús með flísum á gólfi og innréttingu.
Svefnherbergi (geymsla á teikningum) innaf þvottahúsi með silsateppi á gólfi (flísar þar undir).
Innaf þvottahúsi er gengið inn í bílskúr.
Bílskúr er búið að hólfa niður í tvö rými með flísum á gólfi og snyrtingu.
Baðhús er á lóð. Þar er gufubað með sturtuaðstöðu.
Lóðin er mjög glæsileg. Miklar verandir með skjólgirðingum og heitum potti.
Árið 2022 var sett var nýr hleðsluveggur, skjólgirðing, möl og dúkur á lóð. Innbyggð ljós voru endurnýjuð og settur stýribúnaður (rest er instabus).
Árið 2023 var húsið málað að utan.
Árið 2024 voru sett ný ljós í þakkant við aðalinngang.
Nánari upplýsingar hjá Óskari í síma 822-8750 ([email protected]).Kostnaður kaupanda: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr. 3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.