S: 562 4250
Sunnubraut 56, 200 Kópavogur
204.900.000 Kr.

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU EINSTAKT PARHÚS Á SJÁVARLÓÐ MEÐ STÓRBROTNU ÚTSÝNI VIÐ SUNNUBRAUT 56 Í KÓPAVOGI


Afar glæsilegt og einstakt parhús á sjávarlóð með stórbrotnu útsýni við Sunnubraut 56 í Kópavogi. 
Húsið er skráð 200,1 fm., þar af er 23,3 fm. bílskúr. 
Gegnheilt eikarparket á gólfum og sérsmíðaðar innréttingar frá Smíðaþjónustunni.
Stórar svalir á móti suðri og timburverönd til vesturs. Skjólgóður garður í kringum húsið hannaður af Stanislas Bohic.
Húsið hefur verið tekið í gegn árið 2004 og árið 2012. Baðherbergi og þvottahús hannað af Rut Kára.
Húsið er staðsett á einum besta stað í vesturbæ Kópavogs innst inn í botnlanga með óhindruðu sjávarútsýni til Keilis og Fagradalsfjalls.

Upplýsingar gefur Guðjón í síma 846-1511 ([email protected])

Nánari lýsing: 
Neðri hæð: 
Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi.
Þvottahús með flísum á gólfi, sérsmíðaðri innréttingu frá Smíðaþjónustinni og flísalagðri sturtu.
Hol er rúmgott með mikilli lofthæð. 
Eldhús með parketi á gólfi, sérsmíðaðri innréttingu frá Fagus með svartri granítborðplötu.
Borðstofa með parketi á gólfi og útgengi út á skjólgóða timburverönd til vesturs.
Stofa með parketi á gólfi, arni og glæsilegu útsýni út á voginn. Mikil lofthæð er í stofu.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sérsmíðaðri innréttingu og frístandandi pott baðkari.
Svefnherbergi með parketi á gólfi með sérsmíðuðum innréttingum. Herbergið er nýtt sem fataherbergi í dag.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og sérsmíðaðri kommóðu. 

Efri hæð:
Stigi er teppalagður upp á efri hæð frá holi. 
Stórt rými með parketi á gólfi og sérmíðuðum hillum og skápum úr dökkri eik. Rýmið er nýtt í dag sem skrifstofa. Möguleiki að nýta sem sjónvarpsherbergi (jafnvel búa til annað svefnherbergi). Glæsilegt útsýni út á voginn og til Bessastaða. 
Góð geymsla undir súð á efri hæð.
Stórt svefnherbergi (25 fm.) með parketi á gólfi, útgengi á stórar svalir (18 fm.) með glæsilegu útsýni út á sjóinn. 

Bílskúr er 23,3 fm., hiti í bílaplani og tvær góðar útigeymslur

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga.   
2. Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.  
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Tegund:
Parhús
Stærð:
200 fm
Herbergi:
5
Stofur:
2
Svefnherbergi:
3
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
1996
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
139.550.000
Brunabótamat:
97.300.000
Áhvílandi:
0