**** Seld með fyrirvara um fjármögnun ****
Fjárfesting Fasteignasala og Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 864-1362 kynna:Fallegt og vel skipulagt 217,2 fermetra endaraðhús við Kambasel 64 í Reykjavík.
Húsið er 190,9 fm. auk 26,3 fm. frístandandi bílskúrs með nýlegri rafdrifinni hurð og sér inngöngudyrum.
Eigninni hefur verið vel við haldið.
Eldhús, baðherbergi og þvottahús eru nýlega endurnýjuð á mjög smekklegan hátt.
Um er að ræða frábært fjölskylduhús með fjórum til fimm svefnherbergjum, rúmgóðum stofum og vel innréttuðu risi. Húsið er ákaflega vel staðsett, skammt frá Seljaskóla og tveimur leikskólum. Ekki þarf að fara yfir götu til að fara í skólann.
Nánari lýsing:Aðalhæð, innkoma.
Anddyri : Dökkar flísar á gólfi, gólfhiti og skápur.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi, upphengt salerni, gólfhiti. Ný hurð.
Hol: Rúmgott, Steyptur stígi milli hæða. Mikið geymslupláss í sérsmíðuðum skúffum undir stiga.
Stofa: Mjög rúmgóð og björt, flísalögð. Í stofu er fallegur hlaðinn arinn. Útgengt út á stóran afgirtan suður sólpall með skjólgirðingum. Á pallinum er rúmgóður og vandaður heitavatnspottur með nuddi.
Eldhús/borðkrókur: Eldhús stækkað 2013. Innfelld lýsing. Ljós innétting og mikið skápapláss. Dökk vönduð borðplata, spanhelluborð og háfur. Stór vaskur og vönduð blöndunartæki.
Efri hæð:Parket er á gólfi efri hæðar, utan blautrýma.
Baðherberg: Endurnýjað 2023. Nýjar vatnslagnir. Innfelld lýsing. Rúmgóð innbyggð sturta. Sturtugler og spegill með lýsingu frá Íspan. Upphengt salerni og blöndunartæki frá Grohe. Terazzo flísar frá Flísabúðinni. Innrétting frá Kvik. Quartz borðplata/vaskur frá S. Helgason. Hiti í gólfi.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergi er innaf baðherbergi og er flísalagt í hólf og gólf.
Hjónaherbergi: Gott skápapláss. Úr hjónaherbergi er útgengt út á svalir í suður.
Þrjú björt og góð svefnherbergi með skápum. Nýjar hurðar á öllum herbergjum.
Ris: Nýlegur stálstigi og gler handrið liggur upp í risið. Ris er með flísum á gólfi og vel innréttað og nýtist t.d. sem svefnherbergi, sjónvarpsherbergi eða tómstundarherbergi. Innfelld lýsing. Tveir rafstýrðir þakgluggar. Góðar geymslur undir súð beggja vegna.
Bílskúr: Góður frístandandi bílskúr með máluðum gólfum. Nýlega endurnýjuð rafdrifin bílskúrshurð með sér inngöngudyrum. Tveir gluggar. Heitt og kalt vatn og vaskur. Gott milli loft sem nýtist sem góð geymsla. Raflögn er í bílskúr vegna hleðslu rafbíla. Tengistöð fylgir ekki.
Nánari upplýssingar:
Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 864-1362
[email protected]Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi nýbyggingar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra