FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250,
ER MEÐ TIL SÖLU FALLEGA OG VEL SKIPULAGÐA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ TIMBURVERÖND OG STÆÐI Í LOKAÐRI BÍLAGEYMSLU VIÐ NAUSTAVÖR 9 Í KÓPAVOGI.Falleg og afar vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með timburverönd og stæði í lokaðri bílageymslu.
Íbúðin er skráð 107,1 fm., þar af er 6,6 fm. sérgeymsla innaf bílastæði í kjallara.
Vandaðar innréttingar og hnotuparket á gólfum.
Gólfhiti er í íbúðinni og álklæddir gluggar.
Sólrík timburverönd með skjólveggjum (62,6 fm.) sem snýr í suðvestur.
Nýlegt lyftuhús á mjög vinsælum stað í Kópavogi, stutt er í opið leiksvæði fyrir börn.
Allar nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 822-8750 eða á [email protected].Nánari lýsing:Forstofa með flísum á gólfi og rúmgóðum fataskáp.
Eldhús með parketi á gólfi, fallegri innréttingu með eyju (hvít og svartbæsuð eik) með innbyggðri uppþvottavél og AEG eldhústækjum.
Borðstofa og stofa er björt með parketi á gólfi. Þaðan er gengið út á mjög stóra timburverönd með skjólveggjum til suðvesturs.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataherbergi.
Barnaherbergi innaf forstofu með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu, sturtu með innbyggðum tækjum og handklæðaofni.
Þvottahús með flísum á gólfi, innréttingu og góðum kústskáp.
Stæði í lokaðri bílageymslu er með
sérgeymslu innaf stæði.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara.
Nóg af auka bílastæðum á lóð.
Húsið er byggt af Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf.Kostnaður kaupanda:1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.