S: 562 4250
Fossvogsvegur 14, 108 Reykjavík
220.000.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU GLÆSILEGA TVEGGJA HÆÐA ÍBÚÐ (HÁLFGERT RAÐHÚS) MEÐ VERÖND OG SVÖLUM VIРFOSSVOGSVEG 8-36 Í REYKJAVÍK.
Glæsileg og vel skipulögð 5 herbergja 2ja hæða íbúð, merkt 0109 (Fossvogsvegur 14) í fallegu nýju álklæddu 15 íbúða fjölbýlishúsi.
Birt stærð íbúðar er skráð 190,8 fm. að stærð.
Góð verönd og rúmgóðar svalir.
Sérinngangur
Stæði í lokaðri bílageymslu fylgja þar sem er innangegnt beint inn í íbúð frá bílageymslu.

Fossvogsvegur 8-34 er nýtt 3ja hæða tengihús sem er í Fossvognum nánar tiltekið fyrir neðan Borgarspítalann á einstaklega veðursælum og fallegum stað.  
Húsið er 3ja hæða.  Fjórar sérhæðir (penthouse) eru á efstu hæðinni með stórum þaksvölum og sérlyftum.  Ellefu tveggja hæða íbúðir (hálfgerð raðhús) eru á miðhæð og jarðhæð.  Bílageymsla er einnig á jarðhæð en innangegnt er í íbúðirnar frá bílageymslu (alla nema eina íbúð).  Samtals eru fimmtán íbúðir í húsinu.


Smelltu hér til að skoða söluvef fyrir Fossvogsveg https://vefir.onno.is/bygg/fossvogsvegur/?sref=fjarfesting

Pantið skoðun hjá sölumönnum Fjárfestingar Fasteignasölu:
Óskar sími 822-8750 [email protected]
Guðjón sími 846-1511 [email protected]
Hildur sími 661-0804 [email protected]
Smári sími 864-1362 [email protected]
Edda sími 845-0425 [email protected]
Guðmundur sími 865-3022 [email protected]

Nánari lýsing:
Komið er inn á efri hæð.
Efri hæð:  
Komið er inn í forstofu með góðum fataskáp.
Eldhús með glæsilegri innréttingu frá Brúnás, borðplötum úr Virgo Quarts-steini og vönduðum eldhústækjum frá Ormsson. 
Stofur með útgengi út á rúmgóðar svalir.
Tvö góð svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, stórri sturtu með glerþili, innbyggðum vönduðum blöndunartækjum frá Tengi, og fallegri innréttingu frá Brúnás.
Hol þar sem er stigi er niður á neðri hæð.
Neðri hæð:
Komið er inn í hol með útgengi út á verönd (einnig hægt að nýta sem svefnherbergi)
Hjónasvíta með fataherbergi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, stórri sturtu með glerþili, innbyggðum vönduðum blöndunartækjum frá Tengi, og fallegri innréttingu frá Brúnás.
Þvottahús með flísum á gólfi og innréttingu.
Sérgeymsla innaf þvottahúsi.
Innangegnt er í bílageymslu frá geymslu.
Stæði í bílageymslunni fylgir

Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara.

Frekari upplýsingar má finna í skilalýsingu Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., sem má nálgast hjá fasteignasala.

Áætlað er að íbúðirnar verði afhentar í febrúar 2026.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
190 fm
Herbergi:
5
Stofur:
2
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
2
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2025
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
16.000.000
Brunabótamat:
0
Áhvílandi:
0